fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Skoðun á framtíðarfyrirkomulagi sé ástæða þess að staða forstjóra var ekki auglýst

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 16:30

Sara Lind og eiginamaður hennar Stefán Einar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind Guðbergsdóttir verður í stól forstjóra Ríkiskaupa til áramóta hið minnsta. Fjármálaráðuneytið ákvað að auglýsa ekki stöðuna núna í haust eins og tilkynnt hafi verið.

Að sögn Elvu Björk Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, stendur yfir skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. Þar verður lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.

„Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa er settur í embætti hefur verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir,“ segir Elva.

Mannlíf greindi frá því í morgun að skipunartíminn hefði verið framlengdur. Sara Lind var sett tímabundið í stöðuna frá 1. apríl til 31. ágúst eftir að Björgvin Víkingsson lét af störfum. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur staðan ekki verið auglýst. Segir þar að málið þyki lykta að vinavæðingu en Sara Lind, sem er eiginkona Stefáns Einars Stefánssonar hlaðvarpsstjórnanda og kampavínsinnflytjanda, sé tengd Sjálfstæðisflokknum.

Í frétt Hringbrautar af málinu í apríl síðastlinum var sagt að grunur léki á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, myndi skipa Söru Lind í stöðuna í sumar að undangenginni auglýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“