fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Íslendingar orðnir þreyttir á ferðamönnum – 58 prósent segja þá of marga

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 10:30

Íslendingar eru orðnir þreyttir á átroðningi ferðamanna samkvæmt könnuninni. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

58,1 prósent segja að fjöldi ferðamanna hafi verið of mikill í sumar. 40,1 prósent segja fjöldann hæfilegan en aðeins 1,8 prósent of lítinn. 21 prósent segja fjöldann allt of mikinn en 37,1 prósent heldur of mikinn.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Túrista.is og birt var í morgun.

Það er einkum eldra fólk sem telur fjölda ferðamanna of mikinn. 75 prósent 65 ára og eldri telur fjöldann hafa verið of mikinn. Andstaðan er sérstaklega mikil á meðal eldri kvenna.

Andstaðan fer svo minnkandi eftir aldurshópum. Aðeins 40 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára telur ferðamenn of marga.

Þó að ferðamanna átroðningurinn sé mismikill eftir svæðum mælist lítill munur á viðhorfi fólks eftir því hvar á landinu það býr.

Könnunin var gerð dagana 18. til 28. ágúst. Úrtakið var 1.697 og 849 svöruðu könnuninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn liggur ekki á skoðun sinni – „Mér finnst við vera komin með of mikið af konum“

Fiskikóngurinn liggur ekki á skoðun sinni – „Mér finnst við vera komin með of mikið af konum“
Fréttir
Í gær

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum