fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Íslendingar orðnir þreyttir á ferðamönnum – 58 prósent segja þá of marga

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 10:30

Íslendingar eru orðnir þreyttir á átroðningi ferðamanna samkvæmt könnuninni. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

58,1 prósent segja að fjöldi ferðamanna hafi verið of mikill í sumar. 40,1 prósent segja fjöldann hæfilegan en aðeins 1,8 prósent of lítinn. 21 prósent segja fjöldann allt of mikinn en 37,1 prósent heldur of mikinn.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Túrista.is og birt var í morgun.

Það er einkum eldra fólk sem telur fjölda ferðamanna of mikinn. 75 prósent 65 ára og eldri telur fjöldann hafa verið of mikinn. Andstaðan er sérstaklega mikil á meðal eldri kvenna.

Andstaðan fer svo minnkandi eftir aldurshópum. Aðeins 40 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára telur ferðamenn of marga.

Þó að ferðamanna átroðningurinn sé mismikill eftir svæðum mælist lítill munur á viðhorfi fólks eftir því hvar á landinu það býr.

Könnunin var gerð dagana 18. til 28. ágúst. Úrtakið var 1.697 og 849 svöruðu könnuninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú