fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Drónafyrirtæki spurt um matarflutning – „Ef þær hanga þarna fram til morguns þá erum við til í að reyna það“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 11:14

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur spunnist á samfélagsmiðlum um hvort hægt sé að flytja mat og drykk til mótmælendanna í hvalveiðiskipunum með drónum. Flutningurinn er gerlegur en ekki auðveldur að sögn framkvæmdastjóra drónafyrirtækis.

„Þarna ertu í fluglínu. Þannig að svo lengi sem þú ert ekki fyrir ofan hæstu byggingu í kringum þig þá máttu fljúga,“ segir Arnar Þór Þórsson, framkvæmdastjóri Dronefly.

Hann segist hafa fengið töluvert af fyrirspurnum frá fólki um flutning á mat og drykk til þeirra Anahitu og Elissu, sem eru enn hlekkjaðar við mastur hvalveiðiskipanna Hvals 8 og 9. Þar hafa þær verið í rúman sólarhring en lögreglan tók vatn og mat af Anahitu. Þá vantar henni einnig lyf.

„Ég er búinn að fá ég veit ekki hvað mörg skilaboð um þetta. Ég er akkúrat upptekinn í öðru verkefni núna. Ef þær hanga þarna fram til morguns þá erum við til í að reyna það,“ segir Arnar.

Geta farið með mat fyrir vikuna

Hann segir flugið ekki auðvelt verk. Byggingarnar þarna í kring séu ekki háar.

„Það getur verið erfitt að koma einhverju þarna að löglega, án þess að þurfa að fá leyfi frá ISAVIA til að fara fyrir ofan hæstu byggingar,“ segir hann. „Flestir drónar sem fólk á í dag eru læstir inn á þessum rauðu svæðum.“

Aðspurður um burðargetu segir Arnar að það fari algerlega eftir stærð og gerð dróna hvað þeir geta borið.

„Litlu drónarnir sem flestir eru með í dag eru mögulega ekki að höndla þetta nema kannski eina samloku eða eina kók í sitthvorri ferðinni,“ segir hann. Dronefly eigi hins vegar stærri dróna sem geta borið meira. „Við gætum svo sem farið með mat fyrir vikuna. Trikkið er að koma því til þeirra án þess að flækja drónann.“

Þó að verkefnið sé ekki auðvelt sé það gerlegt. Það þurfi hins vegar að hugsa út í öryggisatriðin og lögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt