fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Degi brá við stingandi augnaráð Davíðs Oddssonar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greinir frá því að á rölti milli fundarherbergja á hefðbundnum vinnudegi í ráðhúsinu hafi hann gengið fram hjá brjóstmynd Davíðs Oddssonar, fyrrum borgarstjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. 

„Brá mér við stingandi augnaráð brjóstmyndarinnar af Davíð Oddssyni fyrrverandi borgarstjóra. „Hefur hún alltaf verið svona?“ – hugsaði ég. „Hvað gerði ég nú?“,“ segir Dagur í færslu á Facebook. 

Segir Dagur að þá hafi rifjast upp fyrir honum að nokkrar vikur séu liðnar síðan hann hefur verið samfellt lengur í embætti borgarstjóra en Davíð.

Dagur var borgarstjóri frá 16. Október 2007 til 21. janúar 2008 eða í hundrað daga, og tók aftur við embætti borgarstjóra 16. júní 2014 og hefur gegnt því síðan.  Davíð gengdi starfi borgarstjóra frá 27. maí 1982 til 16. júlí 1991.

„Þá rifjaðist upp fyrir mér að nú eru líklega nokkrar vikur síðan ég hef verið lengur samfellt í embætti borgarstjóra en þessi ágæti ritstjóri Moggans. Hef ekki orðið var við fréttir af því á síðum blaðsins – þótt áhugi ritstjórans á að telja svona tímabil sé þekktur – en taldi ekki færri en tíu heldur neikvæðar fréttir um borgina í blaði dagsins um okkar góðu borg. Hefur þetta verið að ágerast?“ spyr Dagur sig.

Dagur segist þó ætla að gleðjast yfir tíðindunum frekar en hitt. Hann bendir á að Geir Hallgrímsson hafi verið lengur í embætti borgarstjóra, en hann: „en það var önnur borg og meira en hálf öld síðan. Ákvað því að sættast við styttuna, sneri við og klappaði henni af vinskap á vinstri öxlina. Það eru fágæt forréttindi að fá að sinna þessu starfi – hvað þá svona lengi – og engin ástæða til að láta neikvæðri eða reiðiskrif yfirskyggja það. Þetta er dásamleg borg hún Reykjavík. Og svo sannarlega á réttri leið.

Takk þið öll sem hafi stutt mig og gert þetta mögulegt – ég elska Reykjavík!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta