fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fréttir

Sauð upp úr á Akureyri – Átök milli menntaskólanema og rútubílstjóra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. september 2023 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Túristarútur SBA hafa undanfarnar tvær vikur, eða frá því skólar hófust, vakið gremju mennskælinga á Akureyri. Stöðug rútuumferð er á bílastæðinu fyrir utan M.A. og heimavistina Lund. Frá þessu greinir Hrímfaxi.is og greinir síðan frá því að uppreisn mennskælinga gegn rútuumferðinni hafi leitt til átaka þar sem rútubílstjóri hleypti lofti úr bíldekkjum á bíl menntaskólanema. Kom einnig til harðra orðaskipta sem sýnd eru á myndböndum á vef Hrímfaxa.

Atburðarásin er rakin svo í fréttinni:

„Tveir nemendur tóku þá málin í sínar hendur síðastliðinn mánudag og stóðu fyrir svolítilli borgarlegri uppreisn þar sem þeir lögðu bílum sínum í stæði sitthvoru megin við eina SBA rútuna. Var bílunum tveimur lagt löglega í stæði en rútunni var lagt þvert yfir 6 stæði. Lagðist þá mikill æsingur á mannskapinn en á staðnum voru fleiri rútur, leiðsögumenn á vegum SBA og þó nokkrir menntskælingar. Rútubílstjórar og leiðsögumenn jusu óyrðum yfir menntskælingana um hverskonar kynslóð væri að taka við landinu. Í öllum æsingnum stóð bílstjóri rútunar upp og hleypti úr tveimur dekkjum á bíl mennskælingsins sem var lagður fyrir framan rútuna, sem getur valdið gríðarlegu tjóni á dekkjum bíls. Ópaði hann svo yfir mannskapinn að eigandi bílsins skyldi færa bílinn, sem er mjög óvenjulegt en aldei á að keyra á loftlausu dekki. Fór bílstjórinn þá aftur upp í rútuna og keyrði auðveldlega af stað án þess að neinn bíll hafi verið færður eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.“

Segir síðan að uppreisnin hafi heppnast vel og leitt til þess að rútunum er nú lagt á betri stöðum á bílaplaninu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt