fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Skítleg framkoma á Eskifirði – Skeit í regnhlíf og skildi eftir í bílnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. september 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valbirni Júlíusi Þorlákssyni, framkvæmdastjóra á Eskifirði, brá í brún er hann opnaði bíl sinn í dag. Einhver hafði hægt sér í regnhlíf sem þar var geymd, skeint sér með blautþurrku og skilið regnhlífina með saurnum eftir í bílnum.

Valbjörn greinir frá þessu í íbúahópi:

„Ég er orðlaus.. Óska eftir vitnum.

Milli 14:00 og 16:00 í dag, fór einhver inn í bíl fyrir utan hjá mér við Hólsveg 2, tók regnhlíf sem lá í aftursætinu, kúkaði í hana, skeindi sér með blautþurrkum, skildi hana eftir í bílnum og fór.“

Í samtali við DV segir Júlíus telja líklegast að þarna hafi ferðamaður verið að verki. Notkun á blautþurrku bendi til þess. Hann telur að ferðamenn eigi oft erfitt með að finna salerni og Íslendingar megi gera betur hvað varðar almenningssalerni. Hann á ekki von á að málið upplýsist og þvertekur fyrir að einhver eigi sökótt við hann og kunni að hafa hefnt sín með þessum hætti, enda samfélagið á Eskifirði friðsælt.

Á Facebook segir Valbjörn ennfremur:

„Mér finnst afar ólíklegt að þetta sé heimamaður, allavega neita ég að trúa því. Myndi frekar trúa að þetta væri ferðamaður sem vissi ekki að það væri nóg að banka á næstu hurð til að komast á klósett í neyð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti