fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Nýjung á árlegu Kótilettukvöldi Samhjálpar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. september 2023 15:59

Kótilettukvöld Samhjálpar 2022 Mynd: Samhjálp

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið vinsæla og árlega Kótilettukvöld Samhjálpar er 19. október og verður að þessu sinni haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Líkt og venjulega verða spennandi skemmtiatriði í boði, gómsætur matur og happdrætti. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var heiðursgestur í fyrra
Kótilettukvöld Samhjálpar 2022
Mynd: Samhjálp
Herbert Guðmundsson skemmti gestum í fyrra.
Kótilettukvöld Samhjálpar 2022
Mynd: Samhjálp

Þögla uppboðið sló í gegn í fyrra og verður endurtekið í ár en þar er meðal annars boðið upp á listaverk eftir Jóhannes Geir, Sigrúnu Eldjárn, Línu Rut og Ragnheiði Jónsdóttur. 

Í ár bætist við skemmtileg nýung, Pop Up Boutique í anddyri hótelsins. Margir bestu hönnuðir Íslands hafa gefið flíkur í búðina og nefna má Steinunni, Sif Benedicta, Freebird og Andreu. Þekktir Íslendingar hafa sömuleiðis teygt sig inn í fataskápinn sinn og fundið eitthvað fallegt og lagt Samhjálp í té. Skór eftir Alexander Wang og Tory Burch verða í boði og glæsilegir nytjahlutir eftir hönnuðinn Önnu Þórunni. Það má því gera ráð fyrir fjörugu kvöldi og hægt að fara heim með nýjar gersemar í fataskápinn eða til að prýða heimilið.

Húsið opnar kl. 18.30. Dagskráin hefst kl. 19.00 og stendur til kl. 22.00. Boðið verður upp á gómsætar kótilettur ásamt meðlæti og því ætti enginn að fara svangur heim. Miðasala er hafin á tix.is.

Mynd: Samhjálp
Kótilettukvöld Samhjálpar 2022
Mynd: Samhjálp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök