fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Guðni hvetur kirkjuna til að stíga skref til baka

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 11:00

Biskupsstofa er nú til húsa í Grensáskirkju í Reykjavík. Mynd: Skjáskot Facebook. Guðni Ágústsson telur að þjóðkirkjan ætti að horfa til nýrrar staðsetningar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag ritar Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, um stöðu þjóðkirkjunnar og segir hana nú standa á tímamótum m.a. vegna þess að framundan sé val á nýjum biskup. Lítill friður hafi verið um störf kirkjunnar síðustu ár:

„Þjóðkirkjan hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika síðustu þrjátíu árin og þrátt fyrir mikið og gott starf kirkjunnar manna hefur geisað ófriður. Prestar og kennimenn hafa deilt og erfið mál litað umræðuna.“

Guðni gerir hins vegar ekki nánari grein fyrir hvaða erfiðu mála hann er að vísa til en horfir þess í stað til Skálholts:

„Skálholt er hið forna höfuðból biskupa- og kirkjuvaldsins, tignarlegur sögustaður á hinum Gullna hring okkar Árnesinga. Menntastaður Íslands og í raun lengi höfuðstaður landsins. „Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum, börnum og hröfnum að leik,“ og hinir gömlu höfuðstaðir landsins, Þingvellir og Skálholt, utan við sviðið. Þingvellir að vísu mikill ferðamannastaður sem býr við heimsfrægð.“

Guðni telur Reykjavík ekki góðan kost fyrir höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar heldur þurfi þær að vera á tignarlegri stað og ekki þurfi að leita langt yfir skammt heldur horfa til fortíðar kirkjunnar:

„Þjóðkirkjan þarf að eignast stærri faðm. Hún ætti að hugleiða að stíga skref til baka og flytja höfuðstöðvar sínar í Skálholt. Skálholt var gefið undir biskupsstól. Skálholt liggur vel við á hinu nýja stórhöfuðborgarsvæði. Skálholt er hinn forni höfuðstaður menningar og manndóms íslensku þjóðarinnar. Skálholt varð biskupsstóll árið 1056 og þar var vagga æðri menntunar um aldir og stjórnsetur Íslands. Gissur Ísleifsson Skálholtsbiskup gaf jörðina til biskupsstólsins og kvað svo á að þar skyldi biskupssetur vera meðan Ísland væri byggt og kristin trú ríkjandi í landinu. Þetta var síðan lögfest á Alþingi.“

Guðni telur að með því að biskup sitji á ný í Skálholti muni staðurinn minna á aðrar höfuðstöðvar kirkju og vonast til þess að næsti biskup muni vera jafningi farsælustu forvera sinna:

„Skálholt geymir mikla sögu kristinnar trúar, staðurinn er eins og Páfagarður, gnæfir yfir sveit. Ferðamenn íslenskir og erlendir myndu í enn ríkari mæli heimsækja staðinn. Og auðnist kirkjunni að kjósa biskup af gerð Gissurar Ísleifssonar eða Sigurbjörns Einarssonar og endurreisa Skálholt mun kirkjan og faðmur Jesú Krists umvefja land og þjóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“