fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Braust inn á hótelherbergi og þekktist í myndavélakerfi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíræfnir einstaklingar brutust inn á hótelherbergi í Hlíðahverfi í nótt. Lögreglan þekkti þá úr eftirlitsmyndavélakerfi og handtók þá skammt frá hótelinu. Málið er í rannsókn að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar eftir nóttina.

Nokkuð var um innbrot í nótt. Meðal annars var tilkynnt um innbrot í tvær verslanir, önnur þeirra í miðborginni en hin í Múlahverfi. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bíl í Vesturbænum.

Neitaði að gefa upp nafn

Vitaskuld voru mörg verkefni lögreglunnar tengd ölvun á laugardagskvöldi. Á skemmtistað í Vesturbænum var tilkynnt um ölvaðan og æstan einstakling. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum áfengisvíman.

Annar ofurölvi einstaklingur var til vandræða á skemmtistað í miðborginni. Neitaði hann að gefa upp nafn og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Breiðholtinu var tilkynnt um ölvaðan mann í anddyri blokkar. Hann hafði hins vegar hypjað sig þegar lögreglu bar að. Þá voru einnig teknir tveir stútar í umdæmi miðborgarlögreglunnar.

Hanar með læti í Kópavogi

Í Garðabæ var tilkynnt um slagsmál við verslun og í Kópavogi mikil læti frá hönum í búri.

Einn slasaðist eftir að hafa fallið af rafmagnshlaupahjóli og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta