fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Braust inn á hótelherbergi og þekktist í myndavélakerfi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíræfnir einstaklingar brutust inn á hótelherbergi í Hlíðahverfi í nótt. Lögreglan þekkti þá úr eftirlitsmyndavélakerfi og handtók þá skammt frá hótelinu. Málið er í rannsókn að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar eftir nóttina.

Nokkuð var um innbrot í nótt. Meðal annars var tilkynnt um innbrot í tvær verslanir, önnur þeirra í miðborginni en hin í Múlahverfi. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bíl í Vesturbænum.

Neitaði að gefa upp nafn

Vitaskuld voru mörg verkefni lögreglunnar tengd ölvun á laugardagskvöldi. Á skemmtistað í Vesturbænum var tilkynnt um ölvaðan og æstan einstakling. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum áfengisvíman.

Annar ofurölvi einstaklingur var til vandræða á skemmtistað í miðborginni. Neitaði hann að gefa upp nafn og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Breiðholtinu var tilkynnt um ölvaðan mann í anddyri blokkar. Hann hafði hins vegar hypjað sig þegar lögreglu bar að. Þá voru einnig teknir tveir stútar í umdæmi miðborgarlögreglunnar.

Hanar með læti í Kópavogi

Í Garðabæ var tilkynnt um slagsmál við verslun og í Kópavogi mikil læti frá hönum í búri.

Einn slasaðist eftir að hafa fallið af rafmagnshlaupahjóli og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Manndrápsmálið: Konan fundin – Sjö í haldi vegna málsins

Manndrápsmálið: Konan fundin – Sjö í haldi vegna málsins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kennari áttaði sig ekki á að hann væri að spila klámmynd fyrir allan bekkinn

Kennari áttaði sig ekki á að hann væri að spila klámmynd fyrir allan bekkinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Í gær

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli – Systkini helltu sér yfir áhöfnina

Sauð upp úr fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli – Systkini helltu sér yfir áhöfnina
Fréttir
Í gær

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?