fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Árásarmaður Ingunnar áfram í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 22. september 2023 18:00

Ingunn á sjúkrabeði skömmu eftir árásina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemandi við Oslóarháskóla sem réðst á Ingunni Björnsdóttur, dósent, og samstarfsmann hennar með hníf á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Nettavisen greinir frá.

Árásin átti sér stað þann 24. ágúst síðastliðinn en árásarmaðurinn sat þá fund með Ingunni og áðurnefndum kollega hennar. Hafa norskir fjölmiðlar áður velt því upp að tilefni fundarins hafi verið það að nemandinn hafi fallið á prófi.

Sjá einnig: Nemandi réðst með hníf að Ingunni og kollega hennar í háskólanum í Osló

Eftir að fundurinn hafi staðið yfir í drjúga stund dró nemandinn upp hníf og réðst maðurinn á Ingunni og kollega hennar. Ingunn slasaðist alvarlega í árásinni og hlaut að minnsta kosti sextán stungusár. Kraftaverk má telja að hún hafi lifað árásina af en hún hefur nú verið útskrifuð af spítalanum og dvelur nú á Íslandi. Kollegi hennar, sem einnig særðist í árásinni, hlaut minniháttar áverka og var útskrifuð samdægurs af spítala.

Árásarmaðurinn, sem er á þrítugsaldri,  hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps og ásetning um að valda stórfelldu líkamstjóni. Fram kemur að árásarmaðurinn hefur ekki komið áður við sögu lögreglu en hann neitar sök varðandi manndrápstilraunina en hefur játað sök varðandi tilraunina til líkamstjóns.

Árásin hefur vakið mikinn óhug og umtal í Noregi og má leiða líkum að því að til aðgerða verði gripið til að tryggja öryggi starfsfólks háskóla í landinu, eitthvað sem ekki hefur verið mikil þörf á hingað til. Kemur fram í áðurnefndri frétt að hafin sé rannsókn á ofbeldi og hótunum sem starfsmenn háskóla í Noregi hafi mátt þola undanfarin ár.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar