fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Urriðahvíslarinn drap nærri tvöfalt fleiri laxa en norsku froskmennirnir

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. september 2023 22:00

Jóhannes hefur vaktað árnar í níu ár. Mynd/Ólafur Hafsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Sturlaugsson, títt nefndur urriðahvíslarinn, drap 22 eldislaxa í tveimur ám á Vestfjörðum. Hann náði nærri tvöfalt fleiri löxum en norsku froskmennirnir þrír náðu í vikunni.

„Sjókvíaeldisskrímslin yfirtóku Fífustaðadalsá þetta árið,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook síðu rannsóknar og ráðgjafafyrirtækisins Laxfiska. Þetta sé níunda árið í röð sem hann vakti ástandið á laxi og sjóbirtingi á hrygningartíma í Arnarfirði.

„Sjókvíaeldislaxarnir sem ég drap í þessari ferð voru 22 og spurningin núna er sú hve margir sjókvíaeldislaxar munu bíða mín í þessum ám þegar ég kíki aftur í árnar seinna í haust,“ segir hann.

Komast upp í fjallshlíðar

Eldislaxar í veiðiám hafa mikið verið til umfjöllunar í sumar. En almennt er gert ráð fyrir að slysasleppingar úr sjókvíaeldi séu 0,8 laxar á hvert tonn.

„Í Fífustaðadalsá var ástandið óhugnanlegt svo ekki sé meira sagt, því sjókvíaeldislaxarnir 21 að tölu voru meirihluti hrygningarlaxanna í ánni alla leið upp í fjallshlíðar. Í nágrannaánni Selárdalsá náðist sjókvíaeldislax nú í fyrsta sinn þau 9 ár sem vöktunin hefur staðið sem segir sína sögu af því ófremdarástandi sem nú ríkir hérlendis vegna sjókvíaeldis á laxi,“ segir Jóhannes, sem er fiskifræðingur að mennt.

Sá fjöldi sem hann fann í Arnarfirði sé til marks um að slysasleppingar séu sífellt að aukast og fiskarnir gangi til hrygningar í íslenskum ám. Þá séu hrygningarlaxar villta íslenska stofnsins óvenju fáir þetta haustið, „þegar sjókvíaeldisskrímslin synda í stríðum straumum í þær til hrygningar.“

Í Fífustaðaá hafi megnið af sjókvíalaxinum verið í efri hluta árinnar, þar með talið uppi í vatnslitlum upptakakvíslum í fjallshlíðum þar til förin hafi verið tálmuð af ófiskgengum fossum.

Skutluðu 12 í Ísafjarðará

Vert er að nefna að þrír norskir froskmenn hafa verið að skutla eldislaxa á Vestfjörðum undanfarið, sem koma úr sjókvíaeldinu í Patreksfirði. Morgunblaðið greindi frá því að þriðjudag að þeir hefðu náð 12 löxum í Ísafjarðará.

Einnig hafi verið fyrirhugað að skutla lax í Langadalsá og fleiri ám á Vestfjörðum. Eldisfiskar hafi verið að finnast í mörgum ám, þar á meðal Miðfjarðará, Víðidalsá og Laxá í Dölum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Banaslys er maður féll í Tungufljót

Banaslys er maður féll í Tungufljót
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Velja vanmetnustu ferðamannastaði Evrópu árið 2025 – Íslenskur bær er ofarlega á lista

Velja vanmetnustu ferðamannastaði Evrópu árið 2025 – Íslenskur bær er ofarlega á lista
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vigdísi bolað burt úr Bændasamtökunum eftir bullandi baktjaldamakk – „Það var kurr í starfsfólki skrifstofunnar“

Vigdísi bolað burt úr Bændasamtökunum eftir bullandi baktjaldamakk – „Það var kurr í starfsfólki skrifstofunnar“