fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Tímaflakkari á Íslandi fyrir 80 árum vekur athygli erlendra fjölmiðla – Sjö ár síðan DV fjallaði um málið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2023 20:00

Mynd: Kristján Hoffman/Gamlar ljósmyndir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaflakk hefur heillað fólk áratugum saman og möguleikinn á því hvort tímaflakk sé mögulegt, hafi verið mögulegt eða verði það í framtíðinni. Fjölmargar kvikmyndir sem fjalla um ferðalag í gegnum tímann hafa notið gríðarlegra vinsælda og á meðal þeirra má nefna Back to the Future þrennuna (1985, 1989, 1990), The Terminator (1984), Terminator 2: Judgment Day (1991), Interstellar (2014), Planet of the Apes (1968) og The Butterfly Effect (2004), bara til að nefna nokkrar.

Svo virðist sem tímaflakk sé raunverulegt og hefur ljósmynd af „tímaflakkara“ tekin fyrir 80 árum á Íslandi komið aftur upp á yfirborðið eftir að The Daily Star og Indy100 fjölluðu í gær um ljósmynd sem Kristján Hoffman setti í Facebook-hópinn Gamlar ljósmyndir árið 2016. Fleiri miðlar hafa fjallað um myndina, Mirror fyrr á árinu, New York Post og International Business Post í fyrra. 

Í frétt Daily Star segir: „Njósnir voru útbreiddar í síðari heimsstyrjöldinni, en alltaf var gert ráð fyrir að Þjóðverjar hefðu verið á bak við þær, ekki menn með farsíma  frá 21. öld. Tímaferðir eru raunverulegar, að minnsta kosti samkvæmt mynd sem grafin var upp og deilt í íslenskum Facebook hópi.“

Kristján Hoffmann setti myndina í hópinn 20. nóvember 2016 með orðunum: „Séð upp Bankastrætið, Lækjargata þversum og Austurstræti í bak fyrir 73 árum síðan. Bandaríski herinn yfirtekur íslenskan glæsileika eins og sést .. Eitt vekur athygli á þessari fallegu mynd er að uppað glugganum, á horninu á miðri mynd, hallar sér maður og er í GSM… Kaninn nátturulega langt á undan í tækninni.“

Rúmlega 300 manns hafa líkað við færsluna og 66 athugasemdir verið skrifaðar.

Mynd: Kristján Hoffman/Gamlar ljósmyndir

„Ljósmynd sem sett var inn í hópinn árið 2016 virðist sýna mann tala  í farsíma sem er ekki svo óvenjulegt – nema myndin var tekin í seinni heimsstyrjöldinni. Myndin var tekin árið 1943 í Reykjavík, en sýnir mann sem virðist nota nútíma farsíma. Hann er með smá áhyggjusvip á andlitinu, þegar bandarískir hermenn ganga framhjá og spjalla  á götunni, sumir klæddir frakka í íslenska kuldanum,“ segir í frétt Daily Star sem vísar í frétt sem DV skrifaði um myndina 28. nóvember 2016 .

Sjá einnig: Dularfull mynd:Er þetta tímaferðalangur að tala í snjallsíma í Reykjavík árið 1943? Já, segir Bubbi Morthens

Í frétt DV er haft eftir Kristjáni um „tímaflakkarann„: „Hann stingur í stúf, stendur einn og er með öðruvísi höfuðfat en hinir og trefil og hagar sér eins og við myndum gera í dag. Hann hefur yfirsýn yfir torgið og engu líkara en hann eigi í samræðum við einhvern í snjallsíma.“ 

Maðurinn virðist  með áhyggjusvip eða vanlíðan á meðan hann heldur vinstri hendinni sem er ekki „símaberandi“ að maganum. Á meðan virðast allir aðrir eiga erindi eitthvað og ganga um. 

Við færsluna í Facebook-hópnum árið 2016 var meðal annars stungið upp á að maðurinn væri einfaldlega að klóra sér í eyranu, að halda úrinu uppi til að sjá hvort það virkaði þar sem maðurinn stendur fyrir utan úrabúð á myndinni, klóra sér á bak við eyrað með pípunni sinni, reykja, tala í talstöð, sækja sígarettu sem er geymd fyrir ofan eyrað eða jafnvel penna þar sem hann heldur á blaðasnifsi í hinni hendinni.

Mynd: Kristján Hoffman/Gamlar ljósmyndir

 

 


Niðurstaða fékkst ekki í málið árið 2016, spurning hvort hún fáist í dag. Spurt er: Hvað er maðurinn með í hendinni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“