fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Ákærður fyrir að flytja byssur undir áhrifum áfengis á Akureyri – Lögreglan veit ekki hvar hann er

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. september 2023 10:00

Vopnalagabrot geta varðað allt að 6 ára fangelsi ef þau eru alvarleg. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ákært mann fyrir að flytja byssur undir áhrifum áfengis. Telst það vera vopnalagabrot að mati lögreglunnar.

Maðurinn sem er 35 ára gamall er sakaður um að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. júlí árið 2021 verið undir áhrifum áfengis á heimili sínu að Reynivöllum 6 á Akureyri þegar hann var að flytja skotvopn og skotfæri.

Þetta hafi hann gert án þess að tryggja viðeigandi og áskilda geymslu skotvopna og skotfæra í aðskildum og læstum hirslum þar sem óviðkomandi nær ekki til þeirra. Skotvopnin og skotfærin geymdi hann í töskum undir rúminu sínu.

Telst þetta brot á tveimur greinum vopnalaga. Annars vegar þeim sem banna meðferð skotvopna undir áhrifum áfengis eða vímuefna og þeim sem kveða á um geymslu þeirra. Viðurlög við brot á vopnalögum geta verið sektir og fangelsi allt að 4 árum eða 6 árum ef brotin eru stórfelld.

Býr á óþekktum stað í Danmörku

Lögreglan krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Hann er hins vegar skráður ótilgreint til heimilis í Danmörku. Er hann því kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru og halda uppi vörnum þegar málið verður dómtekið þann 25. október.

„Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum,“ segir í fyrirkalli málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
Fréttir
Í gær

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Í gær

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“