fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Jimmy Buffett er látinn – Var einn ríkasti tónlistarmaður heims

Fókus
Laugardaginn 2. september 2023 14:00

Jimmy Buffett var ekki bara dáður tónlistarmaður heldur líka snjall viðskiptamaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jimmy Buffett er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést í gær, föstudaginn 1. september, en í tilkynningu á Instagram-síðu hans er hann sagður hafa verið umkringdur ástvinum sínum þegar hann gaf upp öndina. Ekki var þó minnst á dánarorsök en í maí var greint frá því að Buffett hefði verið lagður inn á spítala vegna veikinda. Hann var þó útskrifaður stuttu síðar og sagði þá við fjölmiðla: „Það er ekki fyrir neina aumingja að eldast“.

Buf­fett fædd­ist í Mississippi-ríki í Banda­ríkj­un­um á jóla­dag árið 1946 og gaf út fyrstu plötu sína þegar hann var 24 ára gamall.  Það tók Buffett nokkurn tíma að slá í gegn en það var sjötta plata hans. Changes in Latitudes, Changes in Attitudes, sem kom honum á kortið árið 1977. Var það ekki síst að þakka smellinum Margaritaville.

Nýlega var greint frá því að Buffett væri formlega orðinn „billionaire“, það er að segja að hann ætti meira en einn milljarð bandaríkja dala. Var hann því einn af ríkustu tónlistarmönnum heims.  Það var ekki síst að þakka tekjum af lögum hans og tónleikahaldi en Buffett var einnig slyngur viðskiptamaður. Þannig stofnaði hann veitingakeðju sem hét einfaldlega Margaritaville en hlutur hans í keðjunni er metinn á um 200 milljón dali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum