fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Slysavarnadeild gjaldþrota vegna skráningarklúðurs

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. september 2023 16:00

Starfsemi deildarinnar hefur legið í dvala en ekki stóð til að leggja hana niður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slysavarnadeildin Ársól á Reyðarfirði hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Ástæðan er sú að ekki voru skráðir raunverulegir eigendur að baki félaginu.

Deildin er hluti af, en samt aðskilin frá, björgunarsveitinni Ársól. Illa hefur gengið að manna starf slysavarnardeildarinnar á undanförnum árum og því hefur starfsemin legið niðri.

Ekki var samt ásetningur björgunarsveitarinnar að leggja deildina niður heldur átti hún að vera í hvíld þar til tækist að lífga starfið við að nýju. En eins og flestir vita þá er starf björgunarsveitanna sjálfboðaliðastarf.

Í vor var hins vegar óskað eftir gjaldþrotaskiptum á slysavarnadeildinni og frestur gefinn til 29. maí. Þann 7. júní var búið svo tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Austurlands. Skiptastjóri hefur nú óskað eftir kröfum í búið og verður félaginu slitið þann 20. nóvember.

Raunverulegir eigendur ekki skráðir

Samkvæmt heimildum DV orsakast gjaldþrotið af skráningarklúðri. Fjárhagur slysavarnadeildarinnar jafnt sem björgunarsveitarinnar sé traustur.

Árið 2019 voru sett lög um skráningu raunverulegra eigenda að félögum, lög sem byggð voru á Evrópureglugerð sem ætlað var að tryggja gegnsæi og eru hluti af aðgerðapakka Evrópusambandsins til að takast á við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Björgunarsveitinni láðist að skrá raunverulega eigendur fyrir slysavarnadeildina og illa hefur gengið að lagfæra mistökin. Er því deildin að hverfa af bókum björgunarsveitarinnar núna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“