Í tilkynningu frá Almannavörnum sem send var út fyrir um 15 mínútum síðan kemur fram að vegna úrkomuspár á Austurlandi þá hefur Lögreglan á Austurlandi í samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra ákveðið að rýma neðangreind hús á Seyðisfirði.
Húsin sem um ræðir eru:
Strandarvegur 39 – 35 – 33 – 29 -27 – 23 -21 – 19 til 15 – 13 – 2 – 1 til 11
Hafnargata 57 – 54 – 53a -53 – 52a – 52 – 50 – 51 – 49 – 48b – 48 – 47 – 46b 46 – 44b – 44 – 43 – 42b – 42 – 40 – 38 – 25
Í tilkynningu frá Almannavörnum frá því fyrr í dag, kemur fram að óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað vegna mikilla rigninga á Austfjörðum og von er á að viðbúnaðarstigið færist upp á hættustig seinna í dag.
Rýmingin tekur gildi frá klukkan 18:00 í dag, mánudaginn 18. september og er í gildi þar til önnur tilkynning verður gefin út.