fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

ESB umsóknin enn þá virk: Inga og Þorgerður með sitt hvora tillöguna

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. september 2023 18:30

Gunnar Bragi setti ESB umsóknina á ís en drap hana ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar hafa báðar lagt fram þingsályktunartillögu um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Inga vill slíta þeim formlega en Þorgerður vill þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Alþingi samþykkti aldrei að slíta þessum viðræðum. Við viljum vita hvar við erum stödd. Liggur umsóknin ofan í skúffu og hægt að halda viðræðunum áfram hvenær sem er?“ spyr Inga Sæland.

Hún og allur þingflokkur Flokks fólksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu. Það er að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Í tvígang hefur Inga lagt fram sambærilega tillögu.

„Í mínum huga er hún virk. Ég skil ekki af hverju ég er að mæla fyrir þessu í þriðja skiptið. Ég hélt að öllum væri í mun að fá að vita hvar við stöndum,“ segir hún.

Aðspurð um afstöðu flokksins til Evrópusambandsaðildar segir hún að þau séu ekki að fara að mæla með aðild. En að flokkurinn myndi styðja að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið, ef svo bæri undir.

 

Gunnar Bragi og bréfið

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 eftir þingsályktunartillögu þess efnis í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. Eftir kosningarnar árið 2013 komust Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur til valda.

Tveimur árum seinna fór Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, með bréf til Evrópusambandsins þar sem hann tilkynnti að viðræðunum hafi verið slitið. Það var þó ekki gert formlega af Alþingi og hafa viðræðurnar verið á ís allar götur síðan.

 

Rétta leiðin að leyfa þjóðinni að kjósa

„Það liggur fyrir að það er ekki búið að slíta viðræðunum formlega,“ segir Þorgerður Katrín sem ásamt þrettán öðrum þingmönnum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata hefur lagt fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sjá einnig:

Mikill meirihluti vill kjósa um ESB aðild – Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn skera sig úr

Hún segir lítið mál að endurvekja núverandi aðildarumsókn, sem Gunnar Bragi hafi óformlega rift undir miklum þrýstingi frá þeim sem vildu ekki heyra minnst á Evrópusambandið. En rétta leiðin sé að spyrja þjóðina hvað hún vilji. Það hafi verið mistök hjá stjórn Samfylkingar og Vinstri grænum á sínum tíma að gera ekki en sé búið og gert.

„Við höfum einlæga sannfæringu fyrir því að það sé rétt að treysta þjóðinni til þess að taka næsta skref. Að þjóðin fái að ákvæða næstu skref en ekki að einhverjir sérhagsmunagæslu seggir hvað má og hvað má ekki,“ segir Þorgerður Katrín.

Vitnar hún í skoðanakannanir um málið því til stuðnings. Meðal annars nýja könnun Maskínu, sem DV greindi frá í síðustu viku, þar sem kemur fram að 57 prósent aðspurðra vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild en innan við 19 prósent eru á móti.

„Það á enginn að vera hræddur við að klífa fjallið því annars fáum við ekki að vita hvað er hinum megin,“ segir Þorgerður, vitnandi í skáldið Þorstein Erlingsson. „Norðmenn hafa í tvígang fengið tækifæri til að tjá hug sinn um þetta mál en við Íslendingar aldrei. Það er kominn tími til núna, ekki síst til að veita ungu kynslóðinni tækifæri til að tjá sig um sína eigin framtíð en láta ekki miðaldra og eldra fólk segja hinum um hvernig framtíðin eigi að vera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“