fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Refa og minkaveiðimenn ósáttir við skottgjaldið – „Minkurinn drepur allt sem hann nær í“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. september 2023 09:00

Garðar segir best ef minknum yrði útrýmt á Íslandi. Hann sé skelfilegur skaðvaldur í lífríkinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refa- og minkaveiðimenn eru ósáttir við sín kjör. Viðmiðunarskottgjald hefur haldist óbreytt um áratuga skeið og veiðimenn fá oft ekki einu sinni upp í bensínkostnað.

„Það er mikill tími sem liggur að baki hverju dýri,“ segir Garðar Páll Jónsson sem er nýr formaður Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna.

Viðmiðunarverð Umhverfisstofnunar er 7 þúsund krónur fyrir fullorðinn ref, 1.600 fyrir yrðling, 3 þúsund fyrir mink og 15 þúsund fyrir hvolpafulla minkalæðu. Þetta eru samkvæmt stofnuninni hámarksverðlaun fyrir hvert dýr en verðið hefur ekki hreyfst lengi.

Stofnunin gefur einnig út viðmiðunar tímagjald, 1.615 krónur á klukkustund, og akstursgjald 110 krónur á kílómetrann. Garðar segir hins vegar að sveitarfélögin greiði aðeins skottgjaldið, þó að sum þeirra greiði meira en viðmiðunina, sum allt upp í 20 þúsund krónur fyrir refaskott.

Garðar segir hins vegar að skottgjaldið eitt og sér sé ósanngjarnt. Miðað við almennar verðlagshækkanir ætti það að vera komið yfir 30 þúsund krónur. Þá sé duglegum veiðimönnum ekki hyglt í núverandi kerfi.

„Þeir sem standa sig vel í minkaveiðinni klára minkinn á sínum svæðum. En þeir þurfa að eyða sama tíma til að halda honum í lágmarki. Þá væri gott ef þeir fengju einhvert tímagjald eða einhverja tryggingu til að þeir hefðu upp í olíu og akstur,“ segir Garðar. „Þú þarft að leita jafn mikið og keyra jafn mikið. Kannski veiðir þú lítið sem ekkert og þá er allur aksturinn og öll vinnan frí. Þú ert þá í raun að vinna frítt fyrir sveitarfélagið.“

 

Gögn glötuðust í eldsvoða

Starfsemi Bjarmalands hefur legið í dvala undanfarin ár en nú er verið að endurreisa félagið. Fráfarandi formaður, Snorri Jóhannsson á Augastöðum í Borgarfirði, hefur verið að mestu óvinnufær eftir að eldsvoði kom upp á bænum. Eiginkona hans lést í þeim eldsvoða. Í eldsvoðanum töpuðust gögn félagsins, sem voru að miklu leyti á pappírsformi.

Fráfarandi stjórnarmenn voru einnig komnir á aldur og vildu fá nýtt blóð inn í stjórnina. Nú er komin ný stjórn sem hyggst færa starfsemi félagsins meira inn í nútímann. En í félaginu eru á bilinu 200 til 300 skyttur.

Auðveldara er að eiga við refi en minka að sögn Garðars.

Störf refa og minkaveiðimanna eru árstíðabundin. Mesta vinnan hefjist í apríl við að verja æðavörp og klára vinnu við að halda minknum niðri. Í byrjun júní hefst grenjavinnslan á ref og stendur yfir fram í lok júlí.

Drap sjö lömb á sjö nóttum

„Það væri óskastaða ef það væri ekki neinn minkur í landinu. Hann er alveg hræðilegur skaðvaldur,“ segir Garðar um það tjón sem refir og minkar valda. Því miður hafi hvorki sveitarfélög né ríki efni á eða vilja til þess að halda honum almennilega niðri.

Annað sé uppi á teningnum með refinn. Hann geti verið hættulegur og rosalegur drápari, en einfaldara sé að vinna á því.

Minkurinn geti hreinsað upp allan seiðastofn í ám og drepið allan ungfisk um vetur. Einnig geti hann drepið allt ungalíf í kringum sig. Dæmi eru um að þegar minkar komist í lundaholur drepi þeir tugi eða hundruð unga.

„Minkurinn drepur allt sem hann nær í. Oftast miklu miklu meira en hann torgar,“ segir Garðar.

Af refnum sé meiri skaði yfir grenjatímann þegar hann er að bera í hvolpana. Á hverju ári komi upp tilvik þar sem refur drepur eða særir sauðfé, bæði lömb og fullorðnar ær.

„Það er oftast einstaka dýr sem er hægt að finna og drepa,“ segir hann. „Ég hef lent í ref sem drap sjö lömb á sjö nóttum. Við náðum honum eftir þrjá sólarhringa.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“