fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Heuermann gaf samstarfskonu íslenska ullarpeysu og hrelldi hana

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 13. september 2023 22:00

Heuermann gaf Henriquez peysuna árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rex Heuermann, sem grunaður er um að vera hinn svokallaði Gilgo strandar raðmorðingi, gaf fyrrverandi samstarfskonu sinni íslenska ullarpeysu. Hann sýndi henni einnig ógnandi og skrýtna hegðun.

Konan, sem heitir Muriel Henriquez, segir sögu sína í séstakri útgáfu af þættinum 48 Hours hjá bandarísku fréttastofunni CBS. Henriquez starfaði með Heuermann hjá arkitektaskrifstofunni RH Consulting & Associates, sem hann átti.

Meðal þess sem hún greindi frá var að Heuermann hefði gefið henni íslenska ullarpeysu árið 2007. En Ása Ellerup, hin íslenska eiginkona Heuermann, hafði keypt hana í heimsókn til Íslands þetta ár.

Henriquez segist velta því fyrir sér hvort að Heuermann hefði nýtt sér tækifærið á meðan Ása var á Íslandi til þess að myrða konu að nafni Maureen Brainard-Barnes sem hvarf á þessum tíma. En hún er ein af þeim konum sem Heuermann er grunaður að hafa myrt og grafið á Gilgo ströndinni, skammt frá Massapequa Park í New York þar sem þau Ása bjuggu og hún býr enn.

Tvö fórnarlömb

Margir hefðu kannski fleygt grip sem minnti þá á jafn skelfilegan hlut en Henriquez ákvað að halda peysunni. Hún segist hafa haldið upp á peysuna til þess að minna sig á tvær konur sem eru fórnarlömb í þessu máli, Brainard-Barnes og Ásu Ellerup.

Henriquez hélt upp á lopapeysuna. Mynd/Skjáskot CBS

„Eiginkonan er líka fórnarlamb,“ segir Henriquez. „Hann bað hana um að koma til baka með gjafir handa samstarfsfólki hans. Svo sveik hann hana líka.“

Umslag á skemmtiferðaskipi

Henriquez segir að hegðun Heuermann hafi verið undarleg og ógnandi. Hann hafi sífellt viljað vita hvar hún væri niðurkomin. Meðal annars á fjörutíu ára afmælinu hennar, þegar hún var stödd á skemmtiferðaskipi.

Hún hafi sagt honum að hún yrði úti á rúmsjó og að hann gæti aldrei fundið hana. En hann hefði sagst geta það.

Í þessari ferð var umslagi laumað undir hurðina hjá henni. Í bréfinu stóð: „Ég sagði þér að ég gæti fundið þig hvar sem er.“ Í ljósi þess sem sé að koma í ljós þessi misserin hefur Henriquez hugsað til baka til þessa atviks með kalt vatn á milli skinns og hörunds.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“