fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Skortur á sykursýkislyfi sem notað er sem megrunarlyf – Verður ekki forgangsraðað

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. september 2023 08:00

Ozempic eykur kynhvötina hjá sumum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sykursýkislyfið Ozempic er núna að klárast á landinu. Lyfið hefur verið notað sem megrunarlyf.

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun er Ozempic í skorti á Íslandi. Eitthvað magn muni þó koma í lok mánaðar. Lyfinu verður ekki forgangsraðað þangað til.

„Lyfjastofnun hefur ekki það hlutverk að forgangsraða lyfjum fyrir tiltekna sjúklingahópa, hvorki almennt né þegar lyfjaskortur er annars vegar og getur því ekki sett reglur um að ákveðnir sjúklingahópar fái lyf umfram aðra þegar skortur er á lyfjum,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn DV.

Ozempic er eitt af þeim sykursýkislyfjum sem stuðla að þyngdartapi. Önnur eru lyfin Saxenda og Wegovy. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun eru þau lyf enn þá til í landinu. Lyfin hafa verið mikið notuð undanfarið en á Íslandi eru þau flokkuð sem lyf gegn sykursýki 2 en ekki sem megrunarlyf.

Læknum heimilt að ávísa utan ábendinga

„Læknum á Íslandi er heimilt að ávísa lyfjum utan ábendinga (sk. off label notkun) ef mat þeirra er á þann veg að það sé besta mögulega meðferð fyrir viðkomandi sjúkling,“ segir í svari Lyfjastofnunar. „Embætti landlæknis hefur eftirlit með ávísunum lækna hér á landi. Sjúkratryggingar Íslands setja vinnureglur um veitingu lyfjaskírteinis tiltekinna lyfja og skv. þeim þarf viðkomandi einstaklingur að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að fá lyfið niðurgreitt.“

DV spurði hvort að notkun Ozempic væri meiri hér á landi en annars staðar en í svari Lyfjastofnunar segir að stofnunin hafi ekki aðgang að notkunartölum fyrir einstök lyf í öðrum löndum. Stofnunin sinni ekki samanburðarrannsóknum enda sé það ekki hlutverk hennar.

Grunur um alvarlegar aukaverkanir

Lyfjastofnun Evrópu tók umrædd lyfi til rannsóknar eftir ábendingar frá Lyfjastofnun Íslands um aukaverkanir. En vísbendingar eru um tengsl sjálfsvígs- og sjálfskaðahugsana og þyngdarstjórnunarlyfja.

Tvö tilfelli hafa komið upp hér á landi þar sem notendur lyfjanna glímdu við sjálfsvígshugsanir. Annar var að nota lyfið Ozempic en hinn Saxenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri