fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Fjárlagafrumvarpið: Dregið úr þróunaraðstoð en stóraukið við byggingu Landspítala

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. september 2023 10:45

Fjárlagafrumvarpið er kynnt í dag. Sumar stofnanir þurfa að skera niður, svo sem Lyfjastofnun og Árnastofnun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlög sveiflast til og frá á milli ríkisstofnana og málaflokka á milli ára eins og hefðbundið er í fjárlögum. Meðal þess sem hækkar mikið eru greiðslur til umsækjenda um alþjóðlega vernd og framlög til orkumála. Í sumum málaflokkum er dregið saman, svo sem í þróunarsamvinnu og íþróttamálum.

 

RÚV og Þjóðkirkjan fá hækkun

Ríkisútvarpið fær 6.125 milljónir króna í nýju fjárlagafrumvarpi en hafði 5.710 í ár. Þetta er því hækkun um 415 milljónir.

Á sama tíma er stuðningur við einkarekna fjölmiðla aðeins hækkaður um 250 milljónir. Úr 477 í 727 milljónir króna.

Útgjöld til Þjóðkirkjunnar hækka um 264 milljónir króna milli ára. Fara úr 4.079 milljónum í 4.343. Fækkað hefur um 357 sálir í Þjóðkirkjunni á árinu og hlutfallið hefur hríðlækkað. Eru nú undir 60 prósent Íslendinga skráðir í hana.

RÚV fær myndarlega hækkun í nýju fjárlagafrumvarpi. Mynd úr safni.

Í fjárlagafrumvarpinu er einnig töluverð aukning til kirkjugarðanna, eða um 139 milljónir króna. Fá þeir nú 1.482 milljónir.

 

Dregið úr þróunarsamvinnu

Framlög til utanríkisþjónustu í heild sinni lækka um einn milljarð milli ára. Verulega er dregið úr framlögum til samningsbunds fjölþjóðasamstarfs en þau lækka um rúma 1,5 milljarða milli ára, úr 4,2 milljörðum og í 2,6 milljarða.

Framlög til öryggis- og varnarmála hækka um 7,8 prósent eða 375 milljónir króna. Úr 4,4 milljörðum og upp í 4,8 milljarða. Þá lækka framlög til utanríkisþjónustu og stjórnsýslunni henni tengdri lítillega eða um tæpt 1 prósent. Þar er gert ráð fyrir að spara tæpar 60 milljónir króna.

Verulega bætist í framlög til umsækjenda um alþjóðlega vernd. Framlögin til útlendingamála voru um 5,5 milljarðar en verða 10,7. Þetta er breyting um 94 prósent.

 

Háir styrkir úr Orkusjóði

Framlög til orkumála hækka um 42,2 prósent milli ára. Úr tæpum 8,5 milljörðum króna í 14,7. Það skýrist af rúmlega 6 milljarða auknu framlagi til Orkusjóðs.

Í síðustu viku var úthlutað um 914 milljónum úr Orkusjóði til orkuskiptaverkefna og hlutu nokkur af öflugustu fyrirtækjum landsins háa styrki. Má því gera ráð fyrir að blásið verði í herlúðra varðandi opinberra styrkja til slíkra verkefna.

 

Veruleg aukning til byggingar Landspítala

Stærsti útgjaldaliðurinn er sem fyrr sérhæfð sjúkrahúsþjónusta. Landspítalinn fær tæpa 103 milljarða króna til að framfleyta sér á árinu samanborið við tæpa 96 í ár.

Þá verður aukið verulega við fé til byggingar nýs háskólasjúkrahúss. Framlögin voru 13,4 milljarðar en verða tæpir 24. Aukning um 79 prósent.

 

Minna í fæðingarorlof

Athygli vekur að framlög til Fæðingarorlofssjóðs lækka á milli ára, úr 25 milljörðum króna í 24, eða um 4 prósent.

Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi en nú. Árið 2022 mældist frjósemi íslenskra kvenna 1,6 börn, en var 4,3 árið 1960. Fæðingartíðnin þarf að vera 2,1 til þess að fjölgun sé í samfélögum fyrir utan innflutning fólks.

Fæðingartíðni fer sífellt lækkandi á Íslandi og því minna sem þarf að borga í fæðingarorlof. Mynd/Getty

Barnabætur hækka hins vegar úr 14,5 milljörðum í 16, hækkun um 10 prósent.

 

Lyfjastofnun og Þjóðskjalasafn þurfa að skera niður

Þá má nefna að Háskóli Íslands fær 3,5 milljarða króna aukningu, framhaldsskólar landsins 2,5 milljarða, Vegagerðin rúma 4 milljarða, Atvinnuleysistryggingasjóður 6 milljarða, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 3,5 milljarða, lögregluembætti landsins 1,8 milljarða, Landhelgisgæslan 407 milljóna, Hafró 623 milljóna, Ofanflóðasjóður 726 milljóna, sendiráðin 77 milljóna, Þjóðleikhúsið 64 milljóna, Sinfóníuhljómsveit Íslands 101 milljóna og Íslenski dansflokkurinn 73 milljóna króna aukningu..

Þá hækka framlög til Alþingis um 79 milljónir króna, úr 4,758 milljörðum í 4,837. Framlög til ríkisstjórnarinnar eru aukin um 49 milljónir og forseta Íslands um 11.

Ýmsar stofnanir fá minni framlög í fjárlagafrumvarpinu en í ár. Lyfjastofnun þarf til dæmis að spara um 156 milljónir króna, Árnastofnun um 40 milljónir króna, Þjóðskjalasafnið 27 milljónir og Kvikmyndastöð Íslands um eina milljón.

Framlög til íþrótta og æskulýðsmála dragast saman um 115 milljónir. Munar þar mestu um 80 milljón króna samdrátt til íþrótta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“