fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Þrjár konur kvaddar fyrir dóm

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 1. september 2023 19:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag eru birt fyrirköll og ákærur vegna mála þriggja kvenna. Konurnar eru ákærðar fyrir að hafa staðið að ólöglegum innflutningi á verkjalyfjum til landsins og eru kvaddar til að koma fyrir Héraðsdóm Reykjaness þann 3. október næstkomandi og hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki konurnar ekki dómþing má búast við því að fjarvist þeirra verði metin til jafns við að þær hafi viðurkennt að hafa framið þau brot sem þær eru ákærðar fyrir.

Konurnar eru allar fæddar í Póllandi og eru tvær þeirra um tvítugt en sú þriðja er á fertugsaldri.

Verkjalyfin með mesta mögulega styrk

Sú yngsta af konunum er ákærð fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa í október 2022, staðið að innflutningi á samtals 724 töflum af verkjalyfinu contalgini. Virka innihaldsefnið í contalgini er morfín sem er notað við miklum sársauka og ávanahætta af því er sögð mikil. Töflurnar sem konan er ákærð fyrir að smygla til landsins voru með hæsta mögulega styrk, 200 milligröm. Konan er einnig ákærð fyrir að hafa staðið að innflutningi á 1 töflu af verkjalyfinu oxycontin. Ávanahætta af því er sögð nokkur. Taflan var með mesta mögulega styrk, 80 milligröm. Í ákærunni kemur fram að þessar töflur hafi verið ætlaðar til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en efnin, falin innan klæða, hafi ákærða flutt til Íslands sem farþegi með flugi frá Póllandi til Keflavíkurflugvallar.

Sú næstelsta af konunum þremur er einu ári eldri en sú yngsta. Hún var farþegi með sama flugi frá Póllandi til Keflavíkurflugvallar og yngsta konan. Eldri konan er ákærð fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa staðið að innflutningi á samtals 1.082 töflum af contalgini. Þær töflur voru einnig með mesta mögulega styrk, 200 milligröm. Konan er einnig ákærð fyrir að hafa staðið að innflutningi á 1 töflu af oxycontin. Taflan var með mesta mögulega styrk, 80 milligröm. Eins og í hinu tilfellinu kemur fram í ákærunni að töflurnar hafi verið ætlaðar til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að ákærða hafi flutt efnin, falin innan klæða, til Íslands sem farþegi með flugi frá Póllandi til Keflavíkurflugvallar.

Sú elsta af konunum þremur sem eru kvaddar til að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness 3. október næstkomandi er eins og áður sagði á fertugsaldri. Hún er ákærð fyrir fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa í apríl 2022, staðið að innflutningi á samtals 301 töflu af oxycontin. Eins og í hinum tilfellunum voru þær með mesta mögulega styrk, 80 milligröm. Í ákærunni segir að töflurnar hafi verið ætlaðar til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en konan hafi flutt þær, faldar innan klæða, til Íslands sem farþegi með flugi frá Póllandi, til Keflavíkurflugvallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni