fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í Lambeyrardeilunni – Föðurbróðir Ásmundar ráðherra sakaður um líkamsárás með dráttarvél

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. ágúst 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hressilegar vendingar urðu í Lambeyrardeilunni margfrægu, en systurnar þrjár, dætur Skúla Einarssonar, föðurbróður Ásmundar Daða Einarssonar ráðherra, saka annan föðurbróður ráðherrans, Valdimar Einarsson, um að aka á föður sinn með dráttarvél. Atvikið átti sér stað um helgina. Tóku þær upp myndband af atvikinu og birtu á Youtube. Myndbandið er neðst í fréttinni. Þar er einnig fjórði hlaðvarpsþáttur systranna í röðinni Lömbin þagna ekki þar sem segir ítarlega frá þessu atviki og aðdraganda þess.

Einnig eru meðfylgjandi myndir af atvikinu með dráttarvélinni og af áverkum Skúla.

Upprifjun á Lambeyrardeilunni

Hatrammar fjölskylduerjur hafa lengi átt sér stað í Dalabyggð, en málið tengist inn í stjórnarráðið þar sem um er að ræða fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Ljósi er varpað á eina hlið þessa erfiða fjölskyldumáls í hlaðvarpi sem þrjár systur, sem tengjast Ásmundi ættarböndum, hafa farið af stað með. Hlaðvarpið kallast Lömbin þagna ekki og þar segjast systurnar svipta hulunni af 15 ára ættardeilum ráðherra sem meðal annars hafi falið í sér ofsóknir, skemmdarverk, innbrot og andlegt ofbeldi.

Systurnar greina frá því að deilurnar megi rekja um 15 ár aftur í tímann. Þegar afi þeirra lá banaleguna hafi faðir Ásmundar Einars, Daði Einarsson og Valdimar Einarsson bróðir hans, gengið hart fram gegn öldruðum manninum til að þvinga hann til að skrifa undir alls konar pappíra. Var það vilji Daða að komast framhjá erfðaskrá sem kvað á um að jörðin Lambeyri ætti að skiptast jafnt milli átta systkina. Meðal þess sem Daði fékk pabba sinn til að skrifa undir var tryggingarbréf, en á grundvelli þess náði Daði að veðsetja jörðina og búið upp í topp.

Systurnar segja að Daði hafi reynt allt sem í hans valdi stóð til að svipta systkini sín eignarhlutanum að jörðinni, en tapað í þrígang fyrir dómstólum í málum sem fóru alla leið fyrir Hæstarétt. Faðir Daða skildi einnig eftir sig bankareikning þar sem finna mátti nokkuð mikla innistæðu. Hafi Ásmundur Einar náð prókúru, án þess að hafa samþykki erfingjanna, utan föður síns, og á grundvelli þess réðst hann í óskynsamlegar fjárfestingar svo innistæðan helmingaðist. Tókst Daða svo að fá reikninginn alveg til sín og tæmdi hann alveg. Jörðin fór svo á uppboð vegna veðsetningar sem systkinin höfðu ekki veitt samþykki fyrir. Þar með var allur föðurarfur systkinanna horfinn, allt vegna Daða.

Skúli Einarsson, faðir systranna í hlaðvarpinu og bróðir Daða, ákvað að mæta á uppboðið og keypti hann, ásamt tveimur systrum sínum og mági, jörðina, enda var hún þeim hjartfólgin. Þar höfðu foreldrar þeirra haldið bú og móðurforeldrar þeirra þar á undan.

Daði Einarsson var þó ekki sáttur við þessi málalok. Taldi hann sig enn eiga tilkall til jarðarinnar og gekk um alla sveitina og tilkynnti það öllum sem heyra vildu að hann væri réttmætur eigandi.

Þá hófst ævintýralegt stríð hans við sinn eigin bróður sem ekki sér fyrir endann á, en kalla hefur þurft til lögreglu sökum bæði skemmdarverka og innbrota. Í tvígang hefur Ásmundur Einar, ráðherra, verið staðinn að verki – af lögreglu- að brjótast inn í mannvirki á lóðinni, að sögn systranna.

Systurnar segja að atburðarásin minni helst á myndina Hrútar og líklega sé tímaspursmál þar til einhver slasast í þessum hatrömmu deilum.

„Og það sem við fjölskyldan erum búin að þola eru stöðugar árásir, lygar, skemmdarverk upp á margar margar milljónir, andlegt álag, andlegt ofbeldi, svik og við erum bara komnar með nóg.“

Deilan tekur nýja og hrollvekjandi stefnu eftir fjölskyldufund

Þess má geta að Ásmundur Einar Daðason ráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að þessi deilumál í fjölskyldunni séu óviðkomandi honum og hann blandist ekki með neinum hætti inn í þær.

Á fimmtudag, þann þriðja ágúst, var haldinn fjölskyldufundur í deilunni að bænum Dönustöðum. Nokkru eftir fundinn óku systurnar með föður sínum, Skúla Einarssyni, til Reykjavíkur. Eftir að þangað kom uppgötvaði Skúli að hann hafði gleymt töskunni sinni með fartölvu og viðkvæmum gögnum á Dönustöðum. Systurnar grunaði að Valdimar, bróðir hans, hefði tekið töskuna, því rétt eftir fundinn hafði hann setið fyrir systrunum við Lambeyri og sagst þurfa að hitta Skúla. Sagði hann þeim að Skúli ætti að koma til sín á Sólheima, sem er bær Valdimars. Ekki varð af því.

Á föstudagsmorgninum var haft samband vestur og grennslast fyrir um tösku Skúla. Kom þá í ljós að taskan var ekki á Dönustöðum. Kom einnig í ljós að hún var í vörslu Valdimars.

Í kjölfar þess að reynt var að enduheimta töskuna átti sér hin meinta árás Valdimars á Skúla með dráttarvél sér stað. Systurnar segja svo frá í tilkynningu sem þær sendu til fjölmiðla um málið:

„Eftir eigendafund 3. ágúst s.l. að Dönustöðum gleymdi pabbi okkar tösku (með fartölvu og skjölum) í Dönustaðabænum.

Valdimar Einarsson tók töskuna í vitna viðurvist og áttu þau sem það sáu von á því að hann myndi skila töskunni strax til Skúla. Það gerði hann ekki.

Daginn eftir fékk pabbi staðfest að Valdimar hafi tekið töskuna.

Skúli reyndi að hringja í Valdimar en var ekki svarað. Eftir að breyta öllum lykilorðum, þá ákvað hann að fara vestur til þess að freista þess að endurheimta töskuna. Ása var með í för.

Valdimar, ásamt bróður sínum Daða Einarsyni (faðir ráðherra), var á leið í heyskap í Skógskot. Enn var reynt að hringja í Valdimar en hann svaraði ekki. Skúli reyndi að fá Valdimar til að stoppa við Skógskot til að ná tali af honum og spyrjast fyrir um töskuna og fartölvuna sína (sem inniheldur mikilvæg persónuleg gögn). Valdimar stoppaði ekki en keyrði áfram og á Skúla með dráttarvélinni. Skúli náði að komast aðeins framar og lokaði hliðinu að Skógskoti og stóð fyrir aftan það. Valdimar ók þá á hliðið sem gaf eftir og skall á Skúla áður en hann náði að forða sér. Við bendum á að Skúli er með slitna hásin, hann haltrar að staðaldri, og getur ekki hlaupið eða hreyft sig hratt. Valdimar keyrði áfram, yfir hliðið og eyðilagði það. Skúli fékk mar á hné, olnboga og úlnlið. Mikil mildi er að ekki fór verr.

Þetta hlið, og Skógskot í heild sinni, er í eigu tengdaforeldra hans Ásmundar Einars Daðasonar, ráðherra Framsóknarflokksins.“

Fyrir neðan eru tvö Youtube-myndbönd. Það efra sýnir hina meintu árás og það neðra er fjórði þátturinn af Lömbin þagna ekki: 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello