fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Allt þýfi var endurheimt úr næturráni í Skerjafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. ágúst 2023 10:24

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá á föstudag að reynt hafi verið að brjótast inn á heimili í Litla-Skerjafirði í Reykjavík um fjöguleytið nóttina á undan. Innbrotsþjófarnir brutu húninn af svalahurð heimilisins en komu ekki inn í íbúðina heldur hlupu í burtu er þeir urðu varir við heimilisfólk sem vaknaði við atganginn.

Þeir stálu hins vegar gaskútnum af svölunum. Konan sem ræddi við DV þá hafði samband aftur um helgina og greindi frá því að gaskúturinn hefði endurheimst ásamt þýfi frá öðrum íbúum í nágrenninu. Þeir komust inn í fjölbýlishús í nágrenninu þar sem þeir brutust inn í geymslur og stálu eigum íbúa. Hins vegar fannst líklega megnið af því þýfi fyrir utan húsið, ásamt gaskútnum sem áður er um getið. Svo virðist sem þjófarnir hafi verið að safna þýfi er styggð kom að þeim og þeir flýðu vettvanginn. Íbúar endurheimtu mestallt eða allt þýfið.

„Löggan hafði ekki áhuga á að gera neitt,“ segir íbúi.

Mikið hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í sumar, m.a. í Hlíðahverfi og víðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna
Fréttir
Í gær

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“