fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Kókaín og kynferðisbrot á Þjóðhátíð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 14:00

Frá Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum 2015. Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi frá því í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að mikil rigning hafi sett svip sinn á dagskrá Þjóðhátíðar í gærkvöldi og nótt. Færra fólk var í brekkunni á hátíðarsvæðinu en á föstudagskvöldið, en flest voru þó vel búin.

Í færslunni kemur fram að lögreglan hafði í nógu að snúast og voru flest verkefni tengd ölvun. Fangageymslur voru fullar á tímabili, en gestum lögreglu fór fækkandi með morgninum.

Fjórtán fíkniefnamál komu upp og í einu máli var aðili grunaður um sölu, en í fórum hans fundust yfir 40 grömm af kókaíni, sem voru haldlögð.

Í færslunni segir að eitt „kynferðismál“ hafi verið tilkynnt lögreglu og rannsókn þess sé komin vel á veg.

Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar og einn aðili stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.

Undir morgun stytti upp í Eyjum og þegar færslan var birt var þurrt en skýjað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni