fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fréttir

Heimsþekktur ferðalangur heillaðist af Íslandi – „Frá kirkjuturninum getið þið séð um helminginn af þeim 400 þúsund sem búa á Íslandi“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 5. ágúst 2023 19:00

Rick Steves Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski ferðahandbókahöfundurinn Rick Steves var nýlega staddur hér á landi við upptökur fyrir sjónvarpsþátt hans. Steves hef­ur gefið út fjölda ferðahand­bóka, þar á meðal tvær um Ísland, árin 2018 og 2020. Hann er einnig þekkt­ur sjón­varps­maður og hef­ur frá ár­inu 2000 stýrt ferðaserí­unni Rick Steve’s Europe.

Steves hefur fjallað um Íslandsheimsóknina á heimasíðu sinni, Facebook og Twitter.

Segist hann meðal annars hafa heimsótt hverfissundlaugina nálægt gististað sínum og birtir með mynd af Árbæjarlaug. Þar segist hann hafa spjallað við mann að nafni Þór í heita pottinum. „Hann útskýrði hvernig það má finna sundlaug í hverju hverfi þar sem allir sameinast. Hann sagði: „Læknar, vörubílstjórar, námsmenn, jafnvel forsætisráðherrann… við erum öll eins í þessum heita potti. Augnabliki síðar leit ég í myndavélina okkar og sagði: „Ég er í bleyti á staðnum.“

Segir hann jafnframt að Saga, leiðsögumaður hópsins hafi sagt þeim frá því hvernig öll þjóðin er sameinuð í gagnagrunni risastórs ættartrés og á þar við Íslendingabók. „Þegar fólk skipuleggur stefnumót, getur það flett upp á netinu og séð hversu náskyld þau eru.“

Segir hann Sögu hafa átt erfitt með framburð orðsins solidarity, samstaða, sem Steves segir vera uppáhaldsorð sitt og fleiri samlandar hans mættu ferðast til Íslands og læra allt um samstöðu. Segir Steves heimsóknina í sundlaugina og spjall við heimamenn hafa fengið hann við að rifja upp af hverju við ferðumst.

„Ferðalög eru meira en frí. Þau færa okkur nýja reynslu, kenna okkur, gera líf okkar innihaldsríkara og tengja okkur við aðra. Við getum ekki öll ferðast sjálf, en hvert og eitt okkar getur ferðast í huganum. Það er val. Ferðalög gera okkur öruggari með heiminn, hjörtu okkar stærri og líf okkar ríkara. Það gerir okkur hamingjusamari. Og þess vegna ferðumst við.“

Steves fór upp í Hallgrímskirkjuturn. „Velkomin til Reykjavíkur. Frá kirkjuturninum getið þið séð um helminginn af þeim 400 þúsund sem búa á Íslandi.“

Segir hann að Reykjavík sú mest heillandi af höfuðborgum Evrópu, hægt sé að ferðast um hana gangandi og borgin sé mjög lágstemmd. Minnist hann á Sólfarið sem minni alla á að fyrstu landnámsmennirnir komu hingað fyrir meira en þúsund árum. Þar fer Steves þó með rangt mál því þó Sólfarið minni vissulega marga á (víkinga)skip þá er listaverkið „óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land, leit, framþróun og frelsi. Það er draumbátur sem felur í sér von og birtu,“ eins og segir á vef Listasafns Reykjavíkur.

Langþráður draum­ur Steves rætt­ist síðan þegar hann fór í Kolaportið og keypti þar notaða íslenska lopapeysu. „Þetta er eitt­hvað sem mig hef­ur lengi langað til að gera: Fara á flóa­markað í Reykja­vík og kaupa notaða peysu sem er hand­gerð úr ull ís­lensku sauðkind­ar­inn­ar – kinda sem hafa þró­ast yfir þúsund ár af löng­um köld­um vetr­um til að halda sér mjög heit­um.“

Segir hann peysuna hafa kostað sig 200 dali (rúmlega 26 þúsund krónur) og hann hafi fengið ljóta ullarhúfu með í kaupbæti.

Steves hæstánægður með kaupin
Mynd: Facebook

Segir Steves það hafa vakið athygli sína að Ísland er nær peningalaust land, á ferðalagi sínu hér hafi hann varla séð peninga né seðla. „Þú getur notað peninga, en flestir benda bara á litla tækið fyrir framan þig og þú bregður kortinu þínu á það.“

Segir hann landann og sögu okkar auðmjúka, fjölskyldur hafi þyrpst í kringum kerti og nánast engin nútímabygging sést fyrr en á 20. öld. Íslendingar hafi nýtt Marshall-aðstoðina eftir seinni heimstyrjöldina mjög vel. Minnist hann á bragga sem áður hafi verið mannabústaðir, en segir flesta búa í dag í flottum framúrstefnulegum íbúðum.

„Víða á Íslandi sérðu hvorki rafmagns- né símavíra í loftinu þar sem allt er neðanjarðar. Þú sérð ekki viðgerðarmenn í stiga að gera við, heldur opna þeir gagnstéttina til að gera við raflagnir sem eru neðanjarðar.“
Róla við Hallgrímskirkju vakti einnig athygli Steves sem hann segir enn eina áminningu um smæð og samheldni íslensks samfélags. Í stað þess að róla hlið við hlið, þá róla allir saman inn í ferning. „Eins og hlæjandi kassi af hverfisgleði. Þegar ég horfði á þessi börn flissa saman af ánægju hugsaði ég um allar ánægjustundirnar sem ég rólaði sem barn. Hópróla, af hverju ekki?! Þetta er svo íslenskt.“

Hópurinn keyrði Gullna hringinn og myndaði fyrir þáttinn, og mælir Steves með að heimsækja hann. Hann mælir einnig með að ferðamenn sem ferðist á bíl stoppi þegar útskot koma með skiltum um hvar viðkomandi er staddur. Þar megi einnig finna skemmtilegar leiðbeiningar og upplýsingar.

Hópurinn varði sex dögum í að mynda hálftíma þátt um Reykjavík og Gullna hringinn, tíu dagar fóru síðan í að keyra hringveginn. Segir Steves þá hreinlega hafa verið í vandræðum að velja hvað ætti að mynda, þar sem svo margir fallegir staðir voru í boði. Þættirnir verða tveir hálftíma þættir sem hluti af Rick Steves’ Europe og jafnframt verður klukkustundarlangur sérstakur þáttur um Ísland.

Heimsótti Steves Seljalandsfoss og segir: „Hér á Íslandi upplifir þú kraft náttúrunnar og fegurð náttúrunnar.“ Steves var hæstánægður með bústað sem hópurinn leigði á Suðurlandi. „Sumar af uppáhalds stundum mínum voru þegar ég sat einn að skrifa við borðstofuborðið í miðnætursólinni.“

Líkt og landsmenn vita þá komst Steves að því að Ísland er dýrt. Segir hann hótel dýr þegar eftirspurn er meiri en framboð, og matarkostnað einnig dýran, en hægt sé að spara og komast vel af með því að versla í matvörubúð frekar en að fara út að borða.

„Ég varði síðasta sólarhring Íslandsferðarinnar á hótelherberginu mínu og kláraði að skrifa áður en ég flaug til Kaupmannahafnar – og ég ákvað að spara tíma og peninga með því að fara bara í lautarferð í herberginu mínu í kvöldmat, morgunmat og hádegismat. Fyrir minna en verð á hamborgara, frönskum og bjór og (ekki mikið meira en morgunmat fyrir mig eina á hótelinu mínu) fór ég í búð og keypti meira en nóg fyrir þrjár máltíðir. Kostnaður: 5.000 krónur,“ segir Steves sem greinilega skellti sér í næstu Bónus verslun.

Segir hann að það sé dýrt að fara út að borða, en skattur og þjónustugjald sé innifalið í verðinu, hér sé ekki venjan að gefa þjórfé. Fínni drykkir séu á fáranlegu verði en heimabjórinn sé ódýr og góður. Vatn sé alltaf aðgengilegt og það frítt.

„Það er algjör vitleysa að kaupa vatn hérna, eins og margir gera ósjálfrátt. Skammtar á veitingastöðum eru stórir og gert er ráð fyrir að fólk deili. Og þökk sé því fjölmörgu duglegu erlendu fólki frá sem sér um að manna hótelin og veitingahúsin hér, þá er hér blómleg alþjóðleg matarsena sem er ódýrari (og oft áhugaverðari) en hefðbundinn matur á Íslandi.“

Fleiri færslur um Ísland má finna á miðlum Steves: heimasíða, Facebook og Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtóku meintan brennuvarg í Los Angeles – Grunaður um að hafa kveikt elda nærri heimilum stórstjarna

Handtóku meintan brennuvarg í Los Angeles – Grunaður um að hafa kveikt elda nærri heimilum stórstjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ferðamenn sakaðir um óvirðingu – „Ég er ekkert hrifinn af því að fólk sé að príla upp á flakið“

Kínverskir ferðamenn sakaðir um óvirðingu – „Ég er ekkert hrifinn af því að fólk sé að príla upp á flakið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd