fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Maður grunaður um manndráp á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 20:46

Yfirlitsmynd af Selfossi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan 27. apríl síðastliðinn grunaður um að hafa banað Sofiu Sarmite Kolesnikova var leystur úr gæsluvarðhaldi í kvöld, en dæmdur í farbann. 

Sofia fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn, en banamein hennar liggur enn ekki fyrir. Rannsókn málsins stendur enn yfir og beðið er endanlegrar niðurstöðu úr krufningu.  RÚV greindi frá.

Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. Í samtali við DV þann 1. maí sagði eldri systir hennar það af og frá að andlát hennar tengdist neyslu. „Fólk er mikið farið að tala um og giska að hún hafi verið einhverskonar fíkill og það er eins fjarlægt sannleikanum og hægt er og við viljum að fólk viti það.“ 

Sjá einnig:  Banamein Sofiu liggur enn ekki fyrir – Meintur gerandi hefur setið í varðhaldi í fjóra mánuði og neitar sök

„Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi .

Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í átján vikur, en samkvæmt lögum má halda einstaklingi í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.

„Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðanda mínum lengur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“