fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Dagur B. reyndi sig við djobbið sem hann fékk ekki á unglingsárunum og segist reynslunni ríkari

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 19:30

Dagur B. Eggertsson Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reyndi fyrir sér á öðrum vettvangi í dag og vann við sorphirðu í Árbænum. Í færslu á Facebook segir Dagur frá því að hann hafi sótt um starfið á sínum tíma, en ekki verið ráðinn:

„Þegar ég komst ekki inn í MH á sínum tíma þá sótti ég um hjá Sorphirðu Reykjavíkur. Og vildi vera í Árbæjargenginu. Ég fékk ekki vinnuna,“ segir Dagur, sem bætti úr í dag þegar hann heimsótti sorphirðuna.

„Úr þessu var sannarlega bætt í morgun þegar ég heimsótti sorphirðuna þar sem flokkarnir voru saman komnir á Stórhöfðanum – tókum gott spjall um hvernig gengi – og ég fékk svo að fara með að hirða í Árbænum!“

Vel var tekið á móti nýja starfsmanninum. „Ágúst Böðvarsson og gengið hans var frábært og tók vel á móti viðvaningnum. Fyrir tilviljun þá byrjuðum við í stigaganginum þar sem ég ólst upp, Hraunbæ 100. Þetta er ekki auðveld vinna og ég skil betur af hverju æskuhetjurnar mínar í öskunni voru berar að ofan á sumrin. En þetta var mjög skemmtilegur morgun og áhugaverður og gaf innsýn í hinar miklu breytingar sem flokkun og sorphirða í borginni er að ganga í gegnum,“ segir Dagur.

Minnir hann á að allir þurfi að leggja sitt af mörkum. „Þar þurfum við borgarbúar öll að taka þátt og starfsfólk sorphirðunar lætur sannarlega ekki sótt eftir liggja, þrátt fyrir einhverja byrjunarörðugleika. Takk innilega fyrir mig – og góðar móttökur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“