fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Írönsk stjórnvöld sögð beita fjölskyldur látins andófsfólks ofbeldi og skemma grafreiti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. ágúst 2023 15:59

Skemmdir sem unnar voru á gröf Mahsa (Zhina) Imani sem lést í haldi trúarögreglunnar í Íran eftir að hafa verið handtekin fyrir að bera höfuðslæðu sína ekki í samræmi við gildandi reglur þar um. Hún var 22 ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu Íslandsdeildar Amnesty International segir að fjölskyldur einstaklinga sem voru myrtir af öryggissveitum í Íran árið 2022 í uppreisn fyrir frelsi kvenna verði að fá að minnast ástvina sinna nú þegar ár er liðið frá andláti þeirra. Írönsk stjórnvöld hafi ráðist á og ógnað fjölskyldum fórnarlambanna af enn meiri þunga til að þagga niður í þeim.

Í nýrri skýrslu Amnesty International sem var birt 21. ágúst 2023 sé skýrt frá því hvernig írönsk yfirvöld handtaki fjölskyldur fórnarlamba og setji þær í varðhald að geðþótta, komi á grimmilegum takmörkunum á friðsamar samkomur við grafreiti og sjá til þess að legsteinar séu eyðilagðir. Enginn opinber aðili hafi verið látinn sæta ábyrgð á hundruð morða sem framin voru af öryggissveitum í grimmilegri herferð stjórnvalda gegn víðtækri uppreisn í Íran sem hófst í kjölfar dauða Möhsu (Zhina) Amini í varðhaldi þann 16. september 2022. Yfirvöld hafi valdið syrgjandi fjölskyldum sálarkvölum og angist með ofbeldisfullri háttsemi sinni sem sé, samkvæmt alþjóðalögum, brot á banni við pyndingum og annarri grimmilegri ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Í tilkyningunni er haft eftir Diana Eltaway, svæðisstjóri Amnesty International fyrir Mið-Austurlönd og Norður-Afríku:

„Vægðarleysi íranskra yfirvalda á sér engin takmörk. Í óhugnanlegri tilraun sinni til breiða yfir glæpi auka yfirvöld á þjáningar og angist fjölskyldna fórnarlambanna með því að koma í veg fyrir að þær geti gert kröfu um réttlæti, sannleika og skaðabætur eða einfaldlega sett blóm á leiði ástvina sinna. Nú þegar ár er liðið frá uppreisninni óttast fjölskyldur fórnarlambanna að yfirvöld muni beita sömu  kúgunaraðferðum og áður til að koma í veg fyrir að þær geti haldið minningarathafnir.“ 

„Alþjóðasamfélagið verður að styðja fjölskyldur fórnarlambanna með því að þrýsta á írönsk stjórnvöld að virða réttinn til tjáningar- og fundafrelsis. Vernda verður fjölskyldurnar frá varðhaldi að geðþótta, ógnunum og öðrum refsiaðgerðum. Ríki heims verða enn fremur að kalla eftir því að írönsk yfirvöld leysi alla einstaklinga úr haldi sem hafa talað fyrir sannleikanum og réttlæti vegna morðanna, felli niður óréttlátar ákærur og ógildi sakfellingar og dóma gegn þeim sem sæta refsingum fyrir að tjá sig.“

Í tilkynningunni kemur fram að skýrsla Amnesty International greini frá málum 36 fjölskyldna fórnarlamba frá tíu hérðuðum vítt og breitt um Íran sem sætt hafi mannréttindabrotum á undanförnum mánuðum.  Í þessum hópi séu fjölskyldur 33 einstaklinga sem voru myrtir af öryggissveitum í mótmælum, fjölskyldur tveggja einstaklinga sem voru teknir af lífi  í tengslum við mótmælin í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda og ein fjölskylda þolanda pyndinga sem framdi sjálfsmorð eftir að honum var sleppt úr haldi.

Mannréttindabrot gegn fjölskyldum sem hafi leitað réttlætis, sannleikans og skaðabóta

Meðal mannréttindabrota sem fjölskyldur fórnarlambanna sæta, samkvæmt tilkynningunni eru: handtökur og varðhald að geðþótta, óréttlátar lögsóknir byggðar á óljósum og fölskum ákærum um þjóðaröryggi sem stundum leiði til fangavistar eða dóma um svipuhögg, þvingunartilburðir við harkalegar yfirheyrslur af hálfu saksóknara eða öryggissveita, ólögmætt eftirlit og skemmdarverk á gröfum ástvina.

Segir enn fremur að í júlí 2023 hafi móðir hins 16 ára gamla Artin Rahmani, sem var skotinn af öryggissveitum þann 16. nóvember 2022 í Izeh í Khuzestan-héraði, sagt eftirfarandi á Twitter:

„Yfirvöld í Íran myrtu saklausan son minn, fangelsuðu bróður minn og ættingja og boðuðu mig  á skrifstofu ríkissaksóknara til að þagga niður í mér fyrir að leita réttlætis fyrir barnið mitt. Íranskir borgarar njóta ekki réttarins til að mótmæla og allar tilraunir okkar til að leita frelsis eru bældar niður með miklu ofbeldi.“

Móðir Artin Rahmani heimsækir gröf hans.

Yfirvöld hafi einnig reynt að koma í veg fyrir minningarathafnir fjölskyldna fórnarlambanna við leiði ástvina sinna m.a. á afmælisdegi þeirra. Fjölskyldur sem haldi minningarathafnir hafi greint frá því að öryggissveitir hafi leyst þær upp með ofbeldi, tekið myndir af öllum nærstöddum og barið og handtekið fjölskyldumeðlimi á staðnum.

Skemmdir á grafreitum

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Amnesty International hafi skrásett og birt myndir sem sýna eyðileggingu á grafreitum Möshu (Zhina) Amini og 20 annarra fórnarlömbum frá 17 borgum. Grafreitir hafi verið skemmdir með tjöru, málningu og íkveikju, legsteinar hafi verið brotnir og áletrunum,  sem lýsa fórnarlömbum sem „píslarvottum“ eða staðhæfa að þau hafi dáið fyrir frelsið, hafi verið eytt. Yfirvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að rannsaka þessi mál og draga gerendur til ábyrgðar eða grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir endurtekin skemmdarverk á leiðum.

Skemmdir sem unnar voru á gröf Yalda Aghafazli.

Sum leiðin hafi verið eyðilögð af öryggissveitum fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Önnur eyðilögð að nóttu til eða á öðrum tímum þegar enginn var viðstaddur. Yfirvöld hafi áður ítrekað hótað að eyðileggja grafreiti sem sýndu uppreisninni fyrir frelsi kvenna stuðning eða sem innihéldu ljóðræna frasa sem gáfu til kynna að fórnarlömbin hafi dáið með óeðlilegum hætti vegna pólitískrar kúgunar.

Í tilkynningunni segir að í apríl 2023 hafi systir Milad Saeedianjoo, sem var skotinn af öryggissveitum í Izeh í Khuzestan-héraði þann 15. nóvember 2022, sagt eftirfarandi á Instagram:

„Til manneskjunnar sem á afmælisdegi bróður míns greip í hár mitt, pyndaði mig með kylfu og traðkaði á leiði bróður míns fyrir framan mig… hver er þín dómsniðurstaða fyrir gjörðir þínar? Ég hef fengið sönnun fyrir því hver myrti bróður minn… fjölskylda mín hefur ekki lagt fram neina kvörtun fyrir dómstólum í Íran… af því það var tilgangslaust að leggja fram kvörtun um morðingjann við sjálfan morðingjann…“.

Fjölskylda Möhsu (Zhinu) Amini hafi talað opinberlega um síendurtekin skemmdarverk sem unnin hafi verið á leiði hennar. Yfirvöld hafi lýst því yfir að þau hafi í hyggju að gera töluverðar breytingar á Aichi-kirkjugarðinum í Saqqez-héraði Kúrda, þar sem Mahsa er grafin, þannig að almenningur hafi minna aðgengi að leiði hennar. Grafreitur Möhsu sé staður þar sem fjölskyldur þeirra sem voru myrtir safnist saman til að styðja hvert annað í sorg sinni og staðfesta leit sína að réttlæti.

Þörf á alþjóðlegum aðgerðum til takast á við refsileysi

Að lokum segir í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty International að fjölskyldur fórnarlambanna hafi þurft að þola hefndaraðgerðir fyrir að fordæma opinberlega eða leggja fram formlega kvörtun um morð á ástvinum sínum af öryggissveitum, draga í efa frásögn stjórnvalda um hvernig dauða þeirra bar að, kalla eftir því að gerendur verði dregnir til ábyrgðar, halda minningarathafnir og fyrir að skrifa á samfélagsmiðla hluti sem yfirvöldum hugnist ekki.

Segir áðurnefnd Diana Eltahawy:

„Í ljósi kerfisbundins refsileysis í Íran skorar Amnesty International á ríki heims að nýta sér alþjóðlega lögsögu og leggja fram handtökuskipun á hendur fulltrúa íranska ríkisins, að meðtöldum þeim sem hafa skipunarvald, sem eru grunaðir um að bera ábyrgð á glæpum samkvæmt alþjóðalögum sem framdir voru í aðdraganda og á meðan á uppreisninni stóð og í kjölfar hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin