fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Frosti hjólar í RÚV vegna umfjöllunar um ásakanir Vítalíu – „Hversu viðbjóðslega getur þessi ríkisstofnun hagað sér?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. ágúst 2023 14:00

Frosti Logason skýtur föstum skotum að RÚV fyrir meðhöndlun sína á máli Vítaliu Lazarevu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason fer mikinn í nýjasta hlaðvarpsþætti Brotkast og gerir þar mál sem snerta Vítalíu Lazarevu að umtalsefni sínu. Fjölmiðlamaðurinn skýtur meðal annars föstum skotum að apótekakeðjunni Lyfju og Ríkisútvarpinu en að hans mati voru helstu fjölmiðlar landsins „misnotaðir illilega“ þegar kemur að umfjöllun um Pottamálið svokallaða sem hann er þeirrar skoðunar að hafi verið „eitt stórt og viðurstyggilegt fjárkúgunarmál.“

Tilefnið eru fréttir af afsökunarbeiðni Lyfju til einstaklinga sem urðu fyrir barðinu á ólöglegum uppflettingum Vítalíu í Lyfjagátt, þegar hún var starfsmaður fyrirtækisins.

„Þarna erum við að sjá Lyfju reyna með veikum mætti að klóra sig útúr þeim vandræðum sem starfsmaður þeirra Vítalía Lazareva hefur valdið þeim með kolólöglegum uppflettingum á viðkvæmum persónupplýsingum nafntogaðra einstaklinga í Lyfjagátt apótekanna. Það eitt og sér er auðvitað grafalvarlegt mál sem hvert einasta mannsbarn á Íslandi ætti að láta sig varða en það er samt sem áður ekki nema einn lítill angi af mun stærra og enn alvarlegra máli sem réttu nafni ætti bara að kallast stóra fjárkúgunarmálið,“ segir Frosti.

„Hey, ekki sóa tíma okkar í þessa þvælu“

Frosti fer hratt yfir málið en samandregið segir hann að niðurstaða ríkissaksóknara eftir rannsókn á ásökunum Vítalíu hafi verið „hey, ekki sóa tíma okkar í þessa þvælu,“ eins og fjölmiðlamaðurinn orðar það.

„Gögn málsins sýna nefnilega svart á hvítu að ásakanir Vítalíu voru bara ein alsherjar lygaþvæla. Málið snérist alltaf fyrst og fremst um stúlku sem ætlaði að hefna sín á ástmanni sem vildi ekki fórna hjónabandi sínu og fjölskyldu fyrir hana. Þetta sést líka glögglega á allri fjölmiðlaumfjöllun um málið. Hún er alltaf að ráðast á Arnar Grant þegar hann er að reyna slíta sambandinu. Þetta kom skýrt fram á samskiptum þeirra: „Ertu að hætta með mér? Viltu að ég jarði þig? Og vinina líka? Henda ykkur öllum undir strætóinn? Þarf ekki mikið til,“ segir Frosti í þættinum.

Hann segir svo að Arnar hafi ákveðið að vera í liði með konunni sem hafði það í hendi sér að rústa lífi hans.

„Þá var ákveðið að ná sem mestum peningum útúr þessu og fara fram á 150 milljón króna greiðslu og átti Arnar að fá helminginn, eftir skatt nota bene, næstum 300 milljónir sem hefði þurft að borga. Sem er auðvitað aldrei nein miskabótafjárhæð. Þetta er bara hrein fjárkúgun,“ segir Frosti og spyr hvort áhorfendur telji það líklegt að Vítalíu hefði þótt eðlilegt að Arnar Grant fengi 75 milljónir króna af greiðslunni til sín ef um eitthvað raunverulegt brot á henni hefði verið að ræða?

„Auðvitað ekki,“ segir Frosti.

„Hversu viðbjóðslega getur þessi ríkisstofnun hagað sér?“

Hann snýr sér svo að ríkisfjölmiðlinum RÚV sem hann segir að gera verði meiri kröfur til en annarra miðla.

„Þeir fjölluðu um þá sem Vítalia ásakaði, eins og þeir hefðu verið dæmdir í Hæstarétti fyrir svívirðilega glæpi… samt var strax augljóst að þetta var eitthvað mjög brenglað,“ segir Frosti.

Hann segir RÚV hafa velt sér upp úr málinu sem fyrstu frétt mörg kvöld í röð:

„Ekki bara í fréttum og fréttaskýringarþáttum, heldur líka í fjölskyldu- og skemmtiþættinum Vikunni, þar var ekkert bara talað um „meint brot” eða „ásakanir” heldur að hún hefði skýrt frá ofbeldi sem hún varð fyrir. Hjá Gísla Marteini var „gantast” með samsettar myndir af mönnunum í potti. Setjum sem svo að Gísli hafi trúað Vítalíu; hversu sjúkt og triggerandi væri þá þetta grín um brotin og brotavettvanginn í fjölskylduþættinum??? Þarna var Logi líka tekinn fyrir, en meira að segja Arnar og Vitalía hafa bæði viðurkennt að ásakanir á hendur honum hafi verið lygi – hvar hefur RÚV beðist afsökunar á því?? Nei, í alvöru talað. Hversu viðbjóðslega getur þessi ríkisstofnun hagað sér?“ segir fjölmiðlamaðurinn.

Þá rifjar hann upp innlendan fréttaannál og annál Vikunnar um málið en þar hafi ekki komið fram nokkrar efasemdir um sekt þeirra sem Vítalía ásakaði þó flestum væri orðið ljóst að maðkur væri í mysunni.

Fjölmiðlar eigi erfitt með að horfast í augu við mistök sín

„Það blasir við núna þegar fjölmiðlar fjalla um frávísun málsins gagnvart mönnunum sem Vítalía ásakaði, að þeir eiga erfitt með að horfast í augu við þau mistök sem þeir hafa gert, sérstaklega RÚV … frétt útvarpsins endaði á að fjárkúgunarmálið hefði líka verið fellt niður!!! Það er bara kolrangt.
Það er líka kolrangt að málið hafi hafist á kæru Vítalíu. Málið komst eingöngu í formlegan farveg þegar þremenningarnir sáu engan kost annan en að kæra fjárkúgunina, að öðruvísi kæmist sannleikurinn aldrei í ljós. En það var eftir það sem Vítalía kærði þá með þessum upplognu sökum. Þetta geta allir séð sem vilja,“ segir Frosti.

Hann segir fjölmiðla hafa fallið aftur og aftur í gryfjuna „í þessum svokölluðu Lúkasarmálum“. Hlaupi apríl í miklum hasar, en svo reynist ekki fótur fyrir neinu, að mati Frosta.

„Það blasir við að mjög stór hluti af því sem Vítalía hefur sagt opinberlega er sannanlega haugalygi. Bara sem dæmi þá laug hún að hún hefði kært mál til lögreglu, hún laug að hún og Arnar væru ekki saman þegar þau voru í sambúð og hún laug að hún kannaðist ekkert við brot á vettvangi Lyfju. Arnar var ýmist ofbeldismaðurinn sem hún ætlaði að kæra, eða engillinn sem hún elskaði,“ segir Frosti.

Hafi haft áhrif á trúverðugleika meginstraums fjölmiðla

Hann segir að allir sem skoði gögn og skýrslur um að málið sjái að það er að mestu leyti lygaþvæla, ásakanir fást ekki staðist og áþreifanleg gögn liggja fyrir um fjárkúgun þar sem fjölmiðlar voru misnotaðir til að þrýsta á þolendur.

„Fólk virðist ekki átta sig á þeim skaða sem það getur valdið að víkja reglum réttarríkisins algerlega til hliðar. Þeim freistnivanda sem blasir við þeim sem hafa tilhneigingu til auðgunarbrota, þegar þeim er í lófa lagið að segja: „Borgaðu það sem ég krefst, eða RÚV og Gísli Marteinn munu taka þig af lífi!“,  Hugsið ykkur skandalinn. Edda Falak og Vítalía Lazareva eru búnar að gera fórnarlömbum raunverulegra kynferðisbrota hryllilegan óleik, en samt er ennþá verið að kóa með þeim endalaust. Og RÚV, Vísir.is og MBL hafa síðan hagað sér með þeim hætti að enginn trúir lengur meginstraums fjölmiðlum. Það finna allir hvernig þeir fjúka bara eins og lauf í vindi með nýjasta rétttrúnaðarmálinu hverju sinni. Og það eru allir komnir með ógeð af því,“ segir Frosti.

Hér má hlýða á reiðilestur Frosta í heild sinni

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“