fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Sendu út afsökunarbeiðnir til einstaklinga sem Vítalía er sögð hafa flett upp upplýsingum um í Lyfjagátt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir einstaklingar hafa fengið skriflega afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu Lyfju hf. vegna tilefnislausra uppflettinga á nöfnum þeirra í lyfjagátt. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun en í frétt miðilsins kemur fram að blaðið hafi nokkrar slíkar afsökunarbeiðnir undir höndum. Sigríður Margrét Oddsdóttir, fráfarandi forstjóri Lyfju og verðandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar undir þau bréf sem Morgunblaðið hefur aðgang að.

Um er að ræða, í mörgum tilvikum, þjóðþekkta einstaklinga en flestar uppflettingarnar áttu sér stað árið 2021 en greint hefur verið frá því að Lyfja hafi tilkynnt málið til lögreglu auk þess sem að það hafi komið inn á borð Persónuverndar, Embætti landlæknis og Lyfjastofnunnar .

Morgunblaðið hafði fjallað nokkuð ítarlega um málið sem er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Segja má þó að málið hafi fyrst vakið almennilega athygli þegar Stefán Einar Stefánsson, fyrrum fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins, fullyrti  í hlaðvarpinu Þjóðmálum, í umsjón Gísla Freys Valdórssonar, að Vítalía Lazareva væri sá fyrrum starfsmaður Lyfju sem rannsókn lögreglu beindist að.

Vítalía Lazareva. Mynd/Anton Brink

„Ég hef persónulegar heimildir fyrir því að þetta mál tengist öðru stóru hápólitísku risa skandalsmáli á Íslandi og að þarna eigi í hlut starfsmaður Lyfju sem heitir Vítalía Lazareva og hún hafi verið þarna að valsa um þessi gögn og leita að upplýsingum um menn sem hún taldi sig eiga eitthvað sökótt við,“ sagði Stefán Einar og fullyrti að uppflettingarnar hafi beinst gegn þremenningunum sem Vítalía sakaði um um að hafa brotið gegn sér, þeim Hreggviði Jónssyn, Ara Edwald og Þórði Má Jóhannessyni.

Uppflettingar hennar hafi þó beinst gegn fleiri einstaklingum, þar á meðal þingmönnum.

Vítalía hefur ekki tjáð sig um málið hingað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína
Fréttir
Í gær

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr
Fréttir
Í gær

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur