fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Grunaði strax að Rex væri Gilgostrandar-raðmorðinginn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. ágúst 2023 19:00

Nikki Brass

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikki Brass, sem  um árabil framfleytti sér meðal annars með því að selja blíðu sína. segir að hún hafi snætt kvöldverð með Rex Heuermann, sem talinn er vera Gilgostrandarraðmorðinginn, árið 2015 en hún hafi sloppið með skrekkinn.

Þetta kemur fram í viðtali slúðurmiðilsins TMZ við Brass í tilefni af heimildarmynd um málið og þau margvíslegu rauðu flögg sem hefðu átt að koma fyrr upp um Heuermann.

Brass segir að Heuermann hafi sent henni skilaboð og viljað kaupa af henni kynlífsþjónustu og í kjölfarið boðið henni út að borða á veitingastað, skammt frá þar sem lík fórnarlamba hans höfðu verið grafin.

Á veitingastaðnum hafi Heuermann spurt hana út í hvort hún hefði áhuga á raunverulegum sakamálum og þegar hún játti því farið að spyrja hana hvort hún þekkti til Gilgostrandar-morðanna. Það gerði Brass svo sannarlega en í kjölfarið segir hún að Rex hafi rætt málið ítarlega og hún upplifað að hann væri nánast að monta sig af þeim.

Hún segist hafa fyllst óhug og ákveðið að þiggja ekki boð hans um að fara með honum af veitingastaðnum heldur hringdi í vin sinn sem sótti hana á veitingastaðinn. Hún segir að við það hafi Rex reiðst og strunsað á brott.

Brass segir ennfremur í viðtalinu að hún hafi sagt öllum sem heyra vildu að hana grunaði að Heuermann væri umræddur raðmorðingi en hún hafi kosið að leita ekki til lögreglunnar því hún var á skilorði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!