fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Frosti segir Reykjavíkurborg hata karlmenn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 11:18

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason gerir, í kynningarstiklu á Youtube fyrir nýjasta þátt hlaðvarps hans Harmageddon, lista yfir forréttindi karla, þá einkum hvítra karla, sem Auður Magndís Auðardóttir verkefnastjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur tók saman og hefur þýtt og staðfært úr ýmsum forréttindalistum ( e. privilege lists), að umtalsefni.

Listann las Frosti af X (áður Twitter) síðu Magnúsar Ragnarssonar leikara og fyrrum framkvæmdastjóra hjá Símanum.

Frosti gerir margháttaðar athugasemdir við listann og segir hann til marks um að Reykjavíkurborg hati karlmenn. Listinn virðist sérstaklega miðaður að karlkyns starfsmönnum Reykjavíkurborgar.

Meðal atriða á listanum sem Frosti gerir athugasemdir við og segir ekki standast skoðun eru fullyrðingar um að líklegt sé að karlmenn fái meira borgað fyrir sömu vinnu og kvenkyns samstarfsmenn þeirra sinni. Hann segir þetta rangt. Kannanir og jafnlaunavottun hafi sýnt fram á að það sé engin mismunun í launum milli karla og kvenna. Heildartekjur karla á Íslandi séu vissulega hærri en heildartekjur kvenna en karlar vinni öðruvísi störf og vinnutími þeirra sé lengri. Þessi atriði séu hunsuð þegar rætt sé um launamun karla og kvenna.

Kynferðisleg áreitni hafi ekki átt sér stað á hans vinnustöðum

Frosti hafnar því einnig sem fram kemur á listanum að atvinnurekendur séu líklegri til að bjóða körlum hærri laun en konum með sömu hæfni, menntun og reynslu. Hann spyr hvort þetta sé byggt á staðreyndum en það geti vel verið að kynjafræðingur hafi náð að kreista svona niðurstöðu út úr einhverri könnun en að fólk sem leggi stund á þá fræðigrein sé gjarnt á að gefa sér niðurstöður rannsókna fyrir fram og hanni rannsóknir til að fá fram þær niðurstöður.

Frosti gerir einnig athugasemd við fullyrðingu á listanum um að meiri líkur séu á því að konur verði fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni en karlar. Hann segist hafa unnið á stórum vinnustöðum alla sína starfsævi og þar hafi kynferðisleg áreitni verið eitthvað sem „gerðist ekki“. Frosti tekur þó fram að hann telji að vinnustaðapartý geti verið líklegasti vettvangur kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum en að þegar fólk sé komið í glas séu bæði karlar og konur líklegri til að áreita samstarfsfólk sitt kynferðislega:

„Ekki síður konur sem eru að klípa í klof.“

Frosti vill meina að það sé alveg eins hægt að gera lista yfir forréttindi hvítra kvenna. Karlar séu t.d. líklegri til að fá ekki að hitta börnin sín, þeir séu líklegri til að lenda í fangelsi, líklegri til að fremja sjálfsmorð og líklegri til að flosna upp úr skóla.

Hann gerir einnig eina athugasemd við það sem fram kemur á listanum um að það séu mikli minni líkur sé á að körlum verði nauðgað, eða þeir beittir öðru kynferðisofbeldi, en konur. Þetta eigi ekki við um þá karla sem séu í fangelsi.

Á listanum er sömuleiðis fullyrt að karlmaður geti kennt börnin sín við sig, jafnvel þó að þeir séu í sambúð með hinu foreldri þeirra, án þess að vera álitinn sjálfhverfur og öfgafullur. Frosti kannast ekki við að íslenskar mæður sem eiga börn sem kenna sig við þær hafi þurft að þola slík orð. Hann segir þó að hann myndi skilja það að ef hann færi að kenna sig við móður sína og breyta nafninu sínu í Frosti Önnuson myndu vinir hans hugsa með sér:

„Djöfull, nú er Frosti algjörlega búinn að missa það í þessu fokking femínistakjaftæði.“

Hann segir að breskur vinur hans hafi spurt hann út í íslenskar nafnavenjur. Tilfinning sín sé sú að konur séu tengdari börnum út frá náttúrunnar hendi af því þær gangi með þau í 9 mánuði og séu með þau svo á brjósti í allt að 1 ár, eftir að þau fæðast. Það geti vel verið og sé ekki ósennileg skýring að upphaflega hafi sú hefð verið tekinn upp hér á landi að kenna börn við feður sína til að styrkja tengingu karlmanna við börn sín.

Frosti gerir ýmsar aðrar athugasemdir við listann en kynningarstikluna í heild má finna hér að neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“