fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Fyrrum sóknarprestur segir framgöngu Agnesar biskups siðlausa – „Hún er óheiðarleg og undirförul“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. ágúst 2023 11:00

Kristinn Jens Sigurþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Kristinn Jens Sigurþórsson, fyrrum sóknarprestur í Saurbæjarprestakalli í Vesturlandsprófastsembætti, fer hörðum orðum um Agnesi Sigurðardóttur, biskup Íslands, í aðsendri grein í Morgunblaði dagsins. Þar segir hann að framganga Agnesar varðandi framlengingu á starfstíma hennar í biskupsstóli sé siðlaus og hann hafi velt því fyrir sér hvort kirkj­an væri „að breyt­ast í „költ“, þ.e.a.s. breyt­ast í trú­arklíku“ undir hennar stjórn.

Spyr sig hvort Þjóðkirkjan sé að breytast í „költ“

„Þegar leitað er skil­grein­inga á því hvað „költ“ er koma fram þau ein­kenni klík­unn­ar að leiðtog­inn er jafn­an sjálf­skipaður og sagður búa yfir „kar­isma“ – þ.e. per­sónutöfr­um. Blas­ir við að þjóðkirkj­an lýt­ur nú sjálf­skipaðri for­ystu Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur og að því leyti er eitt helsta skil­yrðið um trú­arklíku upp­fyllt. Öllu örðugra er að skynja að leiðtog­inn búi yfir nokkru sem kalla mætti „kar­isma“.  Þó er til þess að horfa að í nú­tím­an­um er nóg að vera kona til að hafa „kar­isma“. Er í þessu sam­bandi vert að rifja upp að Agnes M. Sig­urðardótt­ir var ein­mitt kos­in til að gegna embætti bisk­ups Íslands af þeirri ástæðu einni að hún var og er kona,“ skrifar Kristinn Jens.

Skrifar hann að af sömu ástæðu hafi allt verið lagt í sölurnar innan Þjóðkirkjunnar til þess að halda uppi endalausum vörnum fyrir biskup.  „Má þó öll­um ljóst vera, sem þekkja bisk­ups­fer­il henn­ar, að hún er óheiðarleg og und­ir­för­ul og al­gjör­lega ófær um að axla þá ábyrgð sem bisk­up­stign fylg­ir,“ skrifar Kristinn Jens.

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Stendur í dómsmáli gegn kirkjunni

Eins og DV hefur fjallað um þá hefur er Séra Kristinn Jens allt annað en sáttur við Þjóðkirkjuna en hann hefur stefnt kirkjunni fyrir dóm. Hann var síðasti sóknarpresturinn í Saurbæjarprestakalli í Vesturlandsprófastsembætti, embætti sem hann gegndi frá því í júní árið 1996 allt þar til að prestakallið  var lagt niður árið 2019.

Sjá einnig: Séra Kristinn stefnir Þjóðkirkjunni – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að prestakallið var lagt niður – DV

Ástæða þeirrar ákvörðunar voru sagðar þrálátar myglu – og rakaskemmdir í prestsbústaðnum en kirkjuráð taldi á endanum of kostnaðarsamt að ráðast í þær úrbætur sem tryggja myndu að húsnæðið yrði ekki framar heilsuspillandi fyrir Kristinn Jens og fjölskyldu hans.

Kristinn Jens telur Þjóðkirkjuna vera skaðabótaskylda við sig vegna þess hvernig að þessum málum var staðið. Hefur hann stefnt Þjóðkirkjunni fyrir héraðsdóm þar sem aðalkrafan er sú að viðurkennt verði með dómi skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar gagnvart honum vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna ákvörðunar kirkjuþings um að leggja Saurbæjarprestakall niður og ákvörðunar biskups í kjölfarið um að leggja niður sóknarprestsembætti hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir