fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Gönguhóp í sjálfheldu bjargað – Myndir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. ágúst 2023 12:00

Mynd: Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að í gærkvöldi hafi borist beiðni frá gönguhópi sem var á ferð í talsverðu brattlendi í hlíð milli Skarðstinds og Nípukolls í Norðfirði.

Þarna voru fjórir einstaklingar saman á ferð sem töldu sig komna í sjálfheldu og treystu sér ekki lengra. Björgunarfólk hélt af stað gangandi til móts við fólkið, eftir að það hafði verið staðsett í fjallinu með aðstoð dróna.

Í tilkynningunni segir að reynt hafi verið að leiðbeina fólkinu niður miðað við hvað sást á drónamyndum og í kíki neðanfrá. Björgunarfólk hafi síðan komist að lokum að hópnum og gat leiðbeint og aðstoðað hann niður hlíðina.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá björgunaraðgerðinni:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir