fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Veðurstofan segir gos líklegt innan daga eða vikna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga heldur áfram og samkvæmt Veðurstofunni voru 1.300 skjálftar á svæðinu frá miðnætti og þar til í hádeginu í dag. Frá upphafi hrinunnar, að kvöldi 4. júlí, hefur fjöldi skjálfta mælst um 4.700.  Frá miðnætti til hádegis í dag hafa yfir sex skjálftar mælst yfir 3,5 að stærð. Í heildina hefur skjálftahrinan gefið eftir bæði hvað varðar fjölda og stærð skjálfta.

Í pistli Veðurstofunnar segir að gos á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis sé líklegt innan daga eða vikna, en ekki öruggt. Orðrétt segir í pistli Veðurstofunnar:

„Staðsetning jarðskjálftanna dreifist á norðaustur-suðvesturlínu milli Fagradalsfjalls og Keilis, að mestu leyti rétt norðan við fjallið Litla Hrút. Nýjustu jarðskorpumælingar (GPS) sýna verulegar hreyfingar sem benda til kvikuhreyfinga á svæðinu þar sem jarðskjálftarnir mælast. Líkleg skýring er kvikuinnskot í norðaustur-suðvesturátt á 2 til 4 km dýpi. Innskotið er nógu nálægt yfirborði til að eldgos geti orðið án frekari stigmögnunar í skjálftavirkni eða aflögunarmælingum.

Miðað við núverandi mat eru tvær sviðsmyndir líklegastar. Jarðskjálftahrinan gæti minnkað jafnt og þétt án þess að kvika berist upp á yfirborðið. Að öðrum kosti gæti kvikan haldið áfram í átt að yfirborðinu, sem myndi leiða til eldgoss á þeim stað sem skjálftahrinan er nú. Ekki er hægt að útiloka að kvika berist upp á yfirborðið hvar sem er á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Af þessu tvennu virðist líklegra að eldgos verði innan daga eða vikna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“