fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Dauði Sofiu – Enn er beðið niðurstaðna krufningar og lífsýnarannsóknar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 11:15

Sofia Sarmite Kolesnikova

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sex ára gamall Íslendingur situr enn í gæsluvarðhaldi vegna andláts 28 ára gamallar konu frá Lettlandi, Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn.

Tveir stjúpbræður voru handteknir vegna málsins en annar þeirra látinn laus fljótlega. Hinn hefur setið í gæsluvarðhaldi allar götur síðan málið kom upp. Rannsókn málsins er í höndum Lögreglunnar á Suðurlandi og þar varð Sveinn K. Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fyrir svörum. Sveinn staðfestir að ungi maðurinn sé úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 14. júlí. Lögreglan hafi farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald, héraðsdómur hafi veitt tvær vikur en lögreglan hefði kært þann úrskurð til Landsréttar sem hafi gengið að kröfum um fjögurra vikna gæsluvarðhald.

„Við erum ennþá bara í gagnabið,“ segir Sveinn í samtali við DV. „Við erum að bíða niðurstaðna lífsýna, krufningar og tæknigagna,“ segir hann. Hann staðfestir að eitthvað af gögnunum séu til meðferðar erlendis. „Þetta er svolítið biðin langa,“ segir Sveinn og kveðst ekki vera farinn að sjá hvenær niðurstöður liggja fyrir.

Sveinn segist ekkert gefa upp um hvernig lögreglan telur að dauða konunnar hafi borið að, t.d. hvort vopni hafi verið beitt. Hann segir að það skýrist í næstu viku hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds fyrir sakborningnum en Sveinn telur það vera líklegt. Hann staðfestir að maðurinn er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en ekki almannahagsmuna. Hið síðarnefnda snýst um að sakborningur sé talinn hættulegur en hið fyrrnefnda að lausn hans gæti spillt rannsókn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður