fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Björgunarsveitir aðstoðuðu fjölskyldu í sjálfheldu ofan Dalvíkur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda á ferðalagi um Norðurland lagði á Selhnjúk ofan Dalvíkur seinni partinn í dag, lenti í sjálfheldu og óskaði eftir aðstoð við að komast niður um klukkan 16:30 í dag. Fjölskyldufaðirinn hafði þá komist á topp Selhnjúks, en móðir og barn voru aðeins neðar í fjallinu og treystu sér ekki lengra.

Björgunarsveitir frá Dalvík og Siglufirði voru kallaðar út til aðstoðar eins og kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þegar fólkið hafði verið staðsett um fimmleytið, var haldið á fjallið þeim til aðstoðar. Tungumálaörðugleikar flæktu aðgerðina aðeins, sem og slæmt fjarskiptasamband. Um sexleytið í kvöld var björgunarfólk komið að öllum fjölskyldumeðlimum og haldið af stað niður. Niðurleiðin gekk áfallalaust fyrir sig og ekki reyndist þörf á að tryggja fólkið í línum á leið niður. Allir komnir heilu og höldnu af fjalli rétt fyrir klukkan átta í kvöld og aðgerð lokið.

Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana