fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Óvissustigi lýst yfir vegna jarðsjálftahrinu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 10:13

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga.  Jarðskjálftahrinan hófst að kvöldi til 4.júlí og stendur enn yfir.

Íbúar á suðvesturhorninu eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni.  Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi Almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Á óvissustigi fara viðbragðsaðilar og stofnanir yfir áætlanir sínar og viðbúnað.

Nánar er hægt að kynna sér varnir og viðbúnað hér á heimasíðu Almannavarma.

Einnig er mikilvægt að kynna sér viðbrögð við jarðskjálfta á heimasíðu Almannavarna.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“