fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Morðið í Drangahrauni – Jaroslaw hafði búið mjög lengi á Íslandi og naut virðingar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 14:29

Frá Drangahrauni. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaroslaw Kaminski, pólski maðurinn sem stunginn var til bana í leiguherbergi að Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní síðastliðinn, hafði búið mjög lengi á Íslandi og átti djúpar rætur í samfélaginu. Hann var vel liðinn á Íslandi og naut virðingar.

Jaroslaw hefur búið á Íslandi allar götur frá því 2009 eða lengur. Hann var giftur pólskri konu sem er búsett hér á landi og eiga þau eina dóttur sem er í kringum 17-18 ára aldur. Þau skildu að skiptum og Jaroslaw giftist konu sem búsett er í Póllandi og heitir Ewa Kamińska. Hún á barn sem Jaroslaw hafði gengið í föðurstað og hafði hann farið margar ferðir til Póllands til að vera með þessari nýju fjölskyldu sinni. Jaroslaw og Ewa giftust árið 2021.

Sjá einnig: Nafn mannsins sem var myrtur í Hafnarfirði – „Ég sakna þín svo mikið“

Jarowslaw var lærður kjötiðnaðarmaður og með mjög langa starfsreynslu í faginu. Hann hafði orð á sér fyrir að koma þekkingu sinni til skila til yngri kollega, studdi menn áfram og sagði þeim til. Veitingamenn í Hafnarfirði bera honum góða söguna sem vingjarnlegum og viðkunnanlegum viðskiptavini.

Jaroslaw, sem var á fimmtugsaldri, bjó lengst af hefðbundnu fjölskyldulífi með eiginkonu og dóttur. Hann söðlaði hins vegar um og skipti um vinnustað. Jafnframt flutti henn í leiguherbergi að Drangahrauni og tók að senda peninga reglulega til nýju fjölskyldunnar í Póllandi. Meðleigjandi hans hafði búið miklu skemur á landinu en hann virðist hafa lagt til hans með hnífi á aðfaranótt 17. júní. Þess má geta að Jaroslaw var maður stór vexti, hár og þrekvaxinn.

Hinn grunaði hringdi í vinkonu Jaroslaws um fimmleytið á 17. júní og greindi henni frá því hvað hann hafði gert. Hún kom á vettvang ásamt karlmanni áður en þau tilkynntu málið til lögreglu.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé enn í rannsókn og hafi ekki farið frá lögreglu til héraðssaksóknara. Hann vill engu svara um það hvort hinn grunaði hafi játað verknaðinn en segir aðspurður að í heild hafi yfirheyrslur gengið vel. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rennur út 19. júlí næstkomandi.

Ekkert liggur fyrir um ástæðu árásarinnar. Samkvæmt heimildum DV var Jaroslaw stunginn fimm sinnum með eggvopni. Hann var í nærfötum er hann fannst látinn og hafði misst mikið blóð. Leiða má líkur að því að hann hafi legið í rúmi sínu er meðleigjandinn réðst á hann en það er ekki staðfest og lögregla svarar engu um mögulegar aðstæður á vettvangi þegar árásin var framin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“