Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki með hnífi á Hvolsvelli.
Sérsveit lögreglunnar og sjúkrabíl var send á staðinn. Í frétt RÚV kemur fram að maðurinn var handsamaður áður en sérsveitin kom á vettvang að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn var síðan fluttur á Selfoss og vistaður á viðeigandi stofnun.