fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Nafn mannsins sem var myrtur í Hafnarfirði – „Ég sakna þín svo mikið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 16:45

Frá Drangahrauni. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem myrtur var á heimili sínu að Drangahrauni í Hafnarfirði, að morgni laugardagsins 17. júní, hét Jaroslaw Kaminski og var á fimmtugsaldri. Vísir greinir frá þessu og byggir á frétt pólska fjölmiðilsins Super Express.

Samlandi Jaroslaws, maður um fertugt, er grunaður um að hafa orðið honum að bana með hnífi. Er sá grunaði í gæsluvarðhaldi og málið er enn í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Voðaverkið var fram á heimili Jaroslaws, í leiguherbergi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, í götunni Drangahraun.

Í frétt Super Express segir að mennirnir hafi verið meðleigjendur. Ekkja Jaroslaws, Eva Kamińska, er búsett í Póllandi. Þann tíma sem maður hennar var starfandi á Íslandi fór hann oft heim til Póllands til að vera með henni en einnig höfðu þau tíð samskipti í gegnum netið, samkvæmt fréttinni. Ewa á barn úr fyrra sambandi sem Jaroslaw hafði gengið í föðurstað. Vitnað er í Facebook-færslu sem Ewa birti þann 19. júní en þar skrifar hún (vélþýðing):

„Elskan mín, hvers vegna? Hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna fórstu frá okkur? Öll plönin sem við vorum búin að gera saman. Ég trúi þessu ekki. Ég sakna þín svo mikið. Þú ert og þú varst mín trú á ástina og ég mun aldrei hætta að elska þig. Ég þakka þér frá innstu hjartarótum fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Bíddu eftir okkur og hlúðu að okkur. Hvíldu í friði ástin mín.“

Elskan af hverju ….

Af hverju er þetta gerst …..

Af hverju fórstu frá okkur ….

Svo mörg plön sem við höfum saman ….

Ég trúi því ekki ….

Ég sakna þín svo mikið..

Þú ert og varst trú mín á ást og ég mun aldrei hætta að elska þig ….

Þakka þér af hjarta fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Bíddu eftir okkur þar, farðu vel með okkur.

Hvíl í friði ástin mín [*] [*][*]

Sá sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. júlí næstkomandi. Samkvæmt frétt Super Express hefur lík Jaroslaws ekki verið flutt til Póllands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“