fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Hnífsstunguárásin í nótt – „Við erum að leita að gerandanum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 13:25

Grímur Grímsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem varð fyrir hættulegri hnífstungu í nótt er úr lífshættu. Áverkar hans voru samt mjög alvarlegir. Þetta upplýsir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í samtali við DV.

„Ætli það eigi ekki við þetta sem oft er sagt, að líðan mannsins er eftir atvikum,“ segir Grímur.

„Nei, ekki ennþá. Við erum að leita að gerandanum,“ svarar Grímur þeirri spurningu hvort árásarmaðurinn sé fundinn. Hann gefur ekki upp hvort lögreglan hafi einhvern grunaðan né hvort árásarvopn hafi fundist.

„Málið kom upp stuttu eftir klukkan eitt í nótt,“ segir Grímur, en árásin átti sér stað utandyra á Laugavegi. „Við erum bæði að leita að vitnum og það voru einhver vitni á staðnum sem hefur verið talað við.“

Grímur segir að ástand brotaþolans sé þannig að lögregla geti fljótlega farið að ræða við hann.

Þess má geta að á undanförnum vikum og mánuðum hafa komið upp fjölmörg árásarmál þar sem hnífi var beitt. Tvö eru rannsökuð sem morðmál, annað kom upp á 17. júní en hitt á sumardaginn fyrsta. Einnig er til rannsóknar andlát manns sem varð fyrir höggi inni á skemmtistaðnum LÚX fyrir skömmu. Um síðustu helgi var síðan 17 ára unglingur handtekinn vegna hættulegrar árásar með eggvopni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Í gær

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag