fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Fluttur á bráðamóttöku eftir alvarlega líkamsárás

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 06:31

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarleg líkamsárás var framin í umdæmi Mið-/Vestur-/Austurbæjar/Seltjarnarnes í nótt þar sem eggvopni var beitt. Þolandi var fluttur með meðvitund á bráðamóttöku Landspítala og líðan hans er eftir atvikum. Málið er til rannsóknar og frekari upplýsingar ekki veittar að svo stöddu.

Nokkrar tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir í hverfinu, meðal annars vegna fólks sem reyndi að hafa á brott föt úr fatasöfnunargámi fyrir notuð föt. Minniháttar bruni varð vegna elds í eldavél í íbúðarhúsi, tjón varð óverulegt. Tveir ökumenn voru stöðvaður grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna.

Í umdæmi Hafnarfjarðar/Garðabæjar bárust tilkynningar vegna ógætilegs aksturslags bifhjóla, einnig var tilkynnt um hugsanlega ölvaðan ökumann, en lögregla stöðvaði hann þar sem hann ók og hann reyndist ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Í Kópavogi/Breiðholti var tilkynnt var um eld í grilli, vel gekk að slökkva og tjón varð óverulegt.

Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í heimahús í umdæmi Grafarvogs/Grafarholts/Mosfellsbæjar, þegar lögregla athugaði málið reyndist um að ræða fólk sem var að koma sér fyrir í íbúð sem þau leigðu á airbnb. Tveir ökumenn voru stöðvaðir að stjórna ökutæki í annarlegu ástandi, annar undir áhrifum áfengis og hinn undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“