fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Boðið upp á bólusetningar í apótekum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 13:22

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í samstarfi heilbrigðisráðuneytsins og Lyfju hafi verið undirbúið tilraunaverkefni um bólusetningar í apótekum sem lyfjafræðingar muni annast. Markmiðið er að bæta þjónustu við notendur, auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu, létta álagi af heilbrigðisstofnunum og efla hlutverk lyfjafræðinga innan heilbrigðiskerfisins.

Samningur um verkefnið er til hálfs árs og snýr að bólusetningum við Covid. Gert er ráð fyrir að bólusett verði í a.m.k. tveimur apótekum Lyfju og að bólusetningar verði allt að 5.000 á samningstímanum. Gert er ráð fyrir að tilraunaverkefnið hefjist næsta haust um það leyti sem hefðbundnar inflúensubólusetningar hefjast.

Heilbrigðisráðuneytið efndi fyrir nokkru til námskeiða þar sem lyfjafræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir fengu kennslu í því að bólusetja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum