fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lambeyrardeilan: Sjáðu myndir og myndbönd af skemmdarverkunum – „Þetta er svo mikil vitfirring“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 31. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji þátturinn af hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki er kominn út. Í þættinum fara systurnar þrjár yfir helstu skemmdarverkin sem snúa að túnunum. „Daði Einarsson, faðir Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra, og bróðir hans Valdimar Einarsson hafa verið í stöðugum skemmdarverkum og þá sérstaklega á túnum Lambeyra. Það virðist sem svo að þeir ætli ekki að hætta. Okkur finnst við svo máttlausar, en þá ákváðum við að segja sannleikann í réttlætishlaðvarpi.“

Fyrstu skemmdarverkin

Systurnar segja skemmdarverkin á túnunum hafa byrjað fyrir mörgum árum.  „Daði og Valdimar eru sannfærðir um að þeir eigi Lambeyra og eru reiðir að systkini sín eiga hana núna eftir að hafa keypt jörðina á uppboði eftir að Daði sólundaði henni með aðstoð Ásmundar Einars Daðasonar, ráðherra Framsóknarflokksins.“

Upphaf deilnanna hafa verið raktar í fyrri þáttum hlaðvarpsins og fréttum þeim tengdum.

„Eigendur Lambeyra leigja tún til annarrar systur sinnar sem býr á öðrum bæ í Laxárdal. Hún ákveður að rækta upp eitt tún sem þau voru að leigja með fullu leyfi frá eigendum Lambeyra. Það tekur tíma og mikla vinnu að rækta upp tún. En svo einn daginn koma þau að því og sjá að keyrt hefur yfir túnið og það eyðilagt. Þetta var mesta áfallið fyrst,“ segja systurnar, sem segja þetta bara hafa verið byrjunina og toppinn á ísjakanum. Skemmdarverkin hafi flest átt sér stað á síðasta ári, og þau hafi aukist ár frá ári.

Í þættinum er jafnframt talað um það þegar búið var að fara upp á fjall og ná í kindur af fjalli að hausti. „En þegar frænka okkar var að geyma kindurnar hennar sem komu af fjöllum á túnunum, þá var komið í skjóli nætur til þess að reyna að reka kindurnar aftur upp á fjall. Ef það hefði tekist hefði þurft að smala aftur fjöllin.“

Sagt er frá því að í miðjum sauðburði þá var Daði Einarsson að keyra í kringum nýfædd lömb og þeirra mæður bara til að styggja og hræða dýrin. „Núna bara í vor fór Daði á traktor með þungan trailer í dragi í kringum nýja Lambeyrahúsið. Búið er að telja þessa hringi og þeir eru fleiri en 100, þar sem hann hefur keyrt í kringum húsið. Þetta gerir hann á viðkvæmum tíma á vorin í vorleysingum þegar jörðin er mjúk og rök, með því markmiði að áreita og ógna eigendum hússins, og þeim sem þar dvelja.“

Mynd: Lömbin þagna ekki

Komið í veg fyrir leigu á húsi

Síðan Lambeyrajörðin hefur verið í eigu Skúla og systra sinna hafa þau verið að leigja húsið á sumrin til stéttarfélags, og allir sem leigðu það voru mjög ánægðir og hægt að taka með sér hunda. „Í ár fer Daði niður á skrifstofu stéttarfélagsins segir að hann eigi húsið og líði það ekki að einhver sé í húsinu. Vegna þessarar ógnunar frá Daða þá rauf stéttarfélagið samningnum (með litlum fyrirvara), fólk hafði þegar tekið frá vikur fyrir sumarið 2023. Daði á ekkert í þessu húsi. Í húsinu er nú viðvörunarbjalla og myndavél út um allt. Og faðir okkar fer alltaf með myndavél á sér til að þeir geti ekki logið einhverju upp á hann.“

Klippt á girðingar og sóðaskapur

Systurnar segja að þetta sé þó ekki allt. „Það sem þeir hafa líka verið að gera er að þeir Daði og Valdimar ásamt kærustu Valdimars, Susan, hafa verið að klippa á girðingar, marga kílómetra. Loftmæling gaf nánast 5 km af girðingum. Ein systranna hefur séð svona video af þeim eyðileggja girðingar. Þetta gera þau til að kindur komast á túnin og ekki hægt að hirða gras, einnig bara til að skemma. Ása hefur unnið girðingarvinnu þegar hún var yngri, meðal annars með Ásmundi Einari Daðasyni núverandi ráðherra, og þetta er heljarinnar vinna sem þarf til að laga þessi skemmdarverk.“

Það er fjárhúsarlóð sem er innan Lambeyrarjarðarinnar, Daði á fjárhúsin og 10 metra frá vegg. „Daði og Valdi kveikja vatnið í botn í fjárhúsunum til þess að það komi skítataumur niður á túnin. Þetta hefur gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þetta er líka gert til að minnka straum á vatni til allra húsa í kring. Mjög mikil vatnssóun og óumhverfisvænt.

Talandi um sóða, þá hafa þeir mikið verið að safna saman drasli í skóflu á dráttarvél og keyra um túnið og dreifa því um tún Lambeyra. Það eru stöðugar eyðileggingar.“

Slegið í leyfisleysi

Systurnar segja frá að í fyrra hafi þær vaknað og þá hafi verið búið að slá eitt túnið á Lambeyrarjörðinni. „Þetta var áður en leigjendur ætluðu að slá. Þau vakna og þá er bara búið að slá eitt risastórt tún,“segja þær. Tvær systranna buðust til að fara vestur og hjálpa, faðir þeirra hafi verið bugaður. 

„Þær komu um kvöldið, og þetta var nálægt helgi. Systir hans pabba sem á þetta líka kom með þeim. Einnig kom önnur systir Skúla sem er bóndi á Suðurlandi eftir að systir hennar hringdi í hana buguð. Hún leggur frá sér málningarburstann og segir „Ég kem“ og kom bara í fötunum sem hún var í.

Ákveðið var að það skásta í stöðunni var að hirða það sem var búið að slá (allt of snemma) til að enginn annar geti hirt það. Þetta er á landi Lambeyra. Búið var til vaktaplan til að vakta túnin svo  einhver gæti ekki komið og stolið heyinu. Einnig var bakvakt. Við vorum líka búin að leggja bílum fyrir framan túnin svo það væri erfiðara að komast inn á þau.“

Lambeyrasysturnar segjast hafa varað vaktafólkið við:  „Ef þeir koma, ekki fara út úr bílnum, hringið strax, þetta eru hættulegir menn.“

Þær segja að erfitt hafi verið að halda sér að halda sér vakandi um miðja nótt. „Þetta var súrealískt.“ 

Eftir helgina voru systurnar búnar á því. Þetta var fyrsta atvikið sem systurnar lentu persónulega í. Þær segja að þetta andlega álag að vera alltaf allert taki mjög mikið á og atvikið hafi kveikt í því að þær þyrftu að gera eitthvað í málinu. Þær hafi rétt getað ímyndað sér það álag sem faðir þeirra hefur staðið undir.

„Síðar um sumarið, ákvað föðursystir okkar að slá fyrr en áætlað var bara svo einhverjir óprúttnir gætu ekki stolið grasinu. Við þurftum að útskýra fyrir vinnuveitendum og biðja um leyfi til að vinna fjarvinnu svo við systurnar gætum vaktað túnin á kvöldin.“

Systurnar fara einnig yfir þegar Valdimar og Daði rifu niður öryggismyndavélar og stöppuðu á þeim. Segja þær að tekist hafi að laga þær, en það hafi verið tvísýnt um tíma.

„Það sem er erfitt er að vera alltaf í flight og fight mode og þessi ógn að það sé eitthvað mögulega að fara að gerast. Þetta eru líka menn sem hafa aðgang að stórtækjum.“

Eyðilegging vatnsveitu

Systurnar tala einnig um eitt stærsta skemmdarverkið, sem er til myndband af (brot sýnd á YouTube) og einnig eru vitni að því. 

„Þeir Daði og Valdimar koma með stóra gröfu sem við vitum ekki hvort þeir hafi réttindi á. Númerinu á gröfunni var flett upp og þá kom í ljós að hún var í eigu Arionbanka og skráð á Þverholt ehf., sem er eitt af mörgum félögum Daða sem hefur farið á hausinn. Þá byrja þeir að grafa upp túnin og markmiðið var að slíta upp vatnsveitu. Stoppa vatnið þannig að það færi ekkert vatn á Nýju Lambeyra, þetta var fyrsta helgin sem leigjendur voru í húsinu það sumar. Það er fátt sem þeir þola verr en þegar húsið er í leigu. Þeir finna ekki hvar leiðslan er og byrja að grafa á fullu. Faðir systranna heyrir af þessu, kemur og fer ofan í skurðinn. Faðirinn er í djúpum skurðinum. Daði er á gröfunni og Valdimar til hliðar. Þeir töluðu mikið niður til pabba. Fólk sem sá video-ið varð reitt. Þeir grófu ekki á meðan pabbi fórnaði sjálfum sér til að reyna að stoppa þá,“ segja systurnar.

Þær segja að enginn hafði beðið þá Daða og Valdimar að vinna þetta verk og faðir þeirra hafi verið dauðþreyttur og þetta ástand hafi staðið yfir í margar klukkustundir því þeir fundu ekki vatnsleiðsluna. 

„Bóndi úr dalnum kom og reyndi að tala um fyrir þeim, en þeir héldu bara áfram. Það var hringt á lögregluna í byrjun og þeir sögðu, „Við komum ekki nema það verða líkamsmeiðingar“. Það eru lög fyrir vatnsveitur – þær er mjög ólöglegt að skemma. Pabbi hringdi í lögreglustjórann í Borgarnesi og þá sagði hann „Við ætlum bara að kæra þig fyrir að vera trufla störf lögreglunnar með öllum þessum tilkynningum“. Kannski tengjast þessi orð eitthvað þeim ítökum sem að Ásmundur hefur í Borgarnesi. Pabbi okkar tók vel í það að hann yrði kærður því þá yrði framganga lögreglunnar rannsökuð, en þá bakkaði lögreglan með það og sagði “Nei nei, við förum ekkert að gera það”.

Segja systurnar að þeir bræður, Daði og Valdimar, hafi logið að frænda sínum (Daði Guðbjörnsson listmálari) sem var í húsi á svæðinu (Dönustöðum) að þeir væru að laga dælu. 

„Það er engin dæla á þessum stað og því auðvelt að sanna að þeir voru að ljúga. Föðursystir okkar reyndi að útskýra það en Daði Guðbjörnsson neitaði að hlusta á hana. Í lok var svo þetta gert við á kostnað Lambeyrasystra. Það var fólk í húsinu og systur hans pabba og þau fóru með vatn í fötu til þeirra en þau fóru fyrr og fengu endurgreitt. Lambeyrasystur löguðu vatnsveituna en Dönustaðafólkið heldur að við séum bara að ljúga og þeir hafi verið að gera við dælu þegar það er engin dæla. Þetta atvik var kært,“ segja systurnar, sem segja lögfræðinga sína furða sig á hvað málin taki langan tíma.

„Dómskerfið er samt eitthvað að standa í lappirnar. Flest mál sem ná að fara fram falla okkur í vil. En lögreglan gerir ekki neitt og streitist við að taka við kærum. Á meðan kærur eru í ferli, halda þeir áfram að skemma, svo að kærur laga ekki ástandið.“

Eyðilegging á 20 hekturum af túnum

Systurnar rekja að ein systranna býr erlendis, en þegar hún býður föður þeirra að koma í heimsókn er svar hans jafnan: „Nei ég get það ekki, ég þarf að verja landið á vesturvígsstöðvum“. Segja þær að um leið og hann fari eitthvað þá gerist eitthvað á jörðinni.

„Síðasta sumar ákvað hann þó að heimsækja okkur systur í bústað á Vestfjörðum. Við náðum að sannfæra hann eftir nokkrar mótbárur og ákveður hann að kíkja í eina tvær nætur. Við viljum að hann eigi sér eitthvað annað líf. Næsta morgun fær hann símtal. Það var búið að fara með plóg og rífa upp túnin. Meira ein 20 hektara, yfir 30 fótboltavelli. Plógurinn fór þvers og kurs, einbeittur brotavilji. Þetta leit hræðilega út. Við systurnar fengu sjokk að sjá þetta. Þetta er svo mikil vitfirring. Fólk í kring var að koma til að taka myndir af þessu. Túnin eru ónothæf í dag.

Túnin sem eru nær Sólheimum, þar er meira gert, en þegar nær er komið Lambeyrum er víðara á milli lína, eins og skemmdarvargar hafi misst þolinmæðina, enda mjög mikil vinna að baki þessu. Þvílík skemmdarverk. Það var rosalega sárt að keyra þarna framhjá. Okkur finnst að þetta hefði átt að vera fréttaefni, óháð því um hvaða fólk ræðir. Við höfðum samband við RÚV strax og þetta gerðist og sendum með myndefni sem er núna á YouTtube, en það var ekki áhugi fyrir því að fjalla um þetta á þeim tíma. Og við skiljum ekki af hverju.

Eftir allar þessar eyðilegginar var fengin matskona til að meta skemmdirnar, þá leggja Valdi og Daði í kantinn og eru að stara á hana í geggnum gluggann. Henni er ekki sama, hún sér vitfirringuna í þessu random munstri og svo sér hún þessa tvo menn stara á sig. Hún hættir fyrr, fer í bílinn sinn og keyrir upp á heiði og þeir elta hana á ógnvænlegan hátt.“

Segist hafa leyfi frá Bjarka, eiganda Kvikmyndaskóla Íslands

Systurnar segja að þegar bræðurnir stundi skemmdarverk sín þá segist Valdimar vera með leyfi. „Ég er með skriflegt leyfi frá Böðvari Bjarka Péturssyni, fyrirsvarsmanni Dönustaða, til að vinna þessa „vinnu“ (fremja skemmdarverk). Þetta eru skemmdarverk á Lambeyrajörðinni. Hann á að hafa gefið skriflegt leyfi til að fremja skemmdarverk á landi sem hann á ekki neitt í. Við erum búin að reka okkur á að Valdimar segir ekki alltaf satt og því spurðum við Böðvar Bjarka Pétursson hvort það sé rétt að hann hafi gefið leyfi.“

Fjallað verður um svar Bjarka í næsta þætti af Lömbin þagna ekki.

Myndir af skemmdarverkunum má sjá hér fyrir neðan.

Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Mynd: Lömbin þagna ekki
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello