Prestafélag Íslands hyggst ekki birta nöfn þeirra 107 presta sem hafa lýst yfir stuðningi við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. DV er hins vegar með nafnalistann undir höndum og má finna hann hér neðst í fréttinni.
Stuðningsyfirlýsingin er í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun um að vafi leiki á því að Agnes hafi umboð til að sitja í embætti. Skipunartími hennar rann út í lok júní, samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar um kjör biskupa. Agnes hyggst hins vegar sitja í embætti til 1. nóvember 2024 í krafti ráðningarsamnings sem hún gerði við framkvæmdastjóra Biskupsstofu, en sá aðili er undirmaður hennar. Tekist er á um hvort samningurinn standist lög.
Stuðningsyfirlýsing prestanna er örstutt:
„Vegna umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga viljum við taka fram að við styðjum Agnesi Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups Íslands.“
Undir yfirlýsinguna skrifa stjórnarmeðlimir Prestafélagins: Þorgrímur Daníelsson, Eva Björk Valdimarsdóttir, Jón Ómar Gunnarsson, Anna Eiríksdóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson, Jónína Ólafsdóttir og Þráinn Haraldsson.
Ályktunin var borin undir alla meðlimi félagsins á Facebook-síðu þess og þeim boðið að styðja hana. Facebook-færslan var eftirfarandi:
„Kæru kollegar:
„Vegna fjölmiðlaumræðu síðustu daga um stöðu biskups Íslands höfum við undirrituð samið ályktun sem hér fer á eftir. Hún tekur ekkert á þeim lögfræðilegu álitamálum sem kunna að vera til staðar enda erum við ekki lögfræðingar. Hér er um að ræða einfalda stuðningsyfirlýsingu við biskup Íslands. Það er von okkar að við getum sem flest sameinast um þessa yfirlýsingu, sem við hyggjumst birta opinberlega við fyrsta tækifæri. Ef þið viljið styðja þessa ályktun biðjum við ykkur um að læka þessa færslu OG SKRIFA Í UMMÆLUM t.d. „Samþykkt“ eða „Stutt“ eða eitthvað slíkt.“
Óhætt er að segja að viðbrögðin hafa verið góð en 107 prestar hafa lýst yfir stuðningi við ályktunina. Starfandi prestar í landinu munu vera upp undir 130.
DV hafði samband við Þorgrím Daníelsson, formann Prestafélags Íslands, og spurði hvort til stæði að birta nöfn allra prestanna sem lýst hafa yfir stuðningi við Agnesi biskup með þessum hætti. Þorgrímur segir að það verði ekki gert þar sem yfirlýsingin sé í raun á vegum stjórnar félagsins:
„Það er í raun stjórn prestafélagsins sem gefur út þessa yfirlýsingu. Hins vegar þá leituðum við álits félagsmanna og ég held að það séu 128 starfandi prestar og það eru um 100 búnir að lýsa yfir stuðningi við þetta. Þetta er semsagt ályktun stjórnar en hún var borin undir félagsmenn og ekki send á fjölmiðla fyrr en við vissum að það væri öruggur meirihluti fyrir þessu. Einu nöfnin sem ættu að fara undir þetta eru stjórnarmenn.“
DV spurði hvort félagið væri í raun ekki að taka afstöðu til lögfræðilegu álitamálanna þegar birt er stuðningsyfirlýsing af því tilefni sem hér er raunin, þ.e. umboð biskups hefur verið dregið í efa.
„Punkturinn er að við erum ekki lögfræðingar,“ segir Þorgrímur. „Það væri ákaflega heimskulegt af mér að tjá mig um lögfræðihlið málsins. Ég ber ekkert skynbragð á hana. Við styðjum hana til að vera biskup, það er bara svoleiðis.“
Þorgrímur vill hins vegar beita sér fyrir því að lagarammi utan um biskupskjör og skipunartíma biskups verði skýrari. „Það er mjög óheppilegt að lagaramminn sé þannig að ekki er ljóst hvað er rétt og hvað er rangt. Mín persónulega skoðun er sú að Kirkjuþing eigi að koma saman og eyða allri óvissu. Ég held að Kirkjuþing hafi fullt vald til þess að setja starfsreglur og mín skoðun er sú að það eigi að koma saman og eyða allri óvissu í þessu máli.“
„Hvernig væri að vera með skýrar reglur?“ segir Þorgrímur enn fremur og segir að kirkjan þurfi að koma sér upp stjórnarskrá. Regluverk hennar áður en lögum um Þjóðkirkjuna var breytt hafi verið ígildi stjórnarskrár:
„Ég er þeirrar skoðunar að regluverk í lögunum fram til 1997 hafi virkað sem stjórnarskrá kirkjunnar. Mín skoðun er sú að kirkjan þurfi að koma sér upp stjórnarskrá, einföldu grundvallarregluverki sem menn geta þekkt og farið eftir. Eitthvað sem er ekki hægt að breyta með afbrigðum á Kirkjuþingi á einum sólarhring.“
Þess má geta að af þeim 107 prestum sem lýst hafa yfir stuðningi við biskup með áðurnefndum hætti eru 10 þeirra Kirkjuþingsfulltrúar tímabilið 2022 til 2026. Eru það 10 af 12 fulltrúum Kirkjuþings. En nafnalisti þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við biskup er eftirfarandi:
Stjórn P.Í. ásamt varamönnum samþykkti ályktunina einróma:
Þorgrímur Daníelsson, formaður.
Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður.
Jón Ómar Gunnarsson
Anna Eiríksdóttir
Oddur Bjarni Þorkelsson
Jónína Ólafsdóttir
Þráinn Haraldsson
Ályktunina samþykktu:
María Rut Baldursdóttir
Guðni Már Harðarson
Sigríður Rún Tryggvadóttir
Sveinn Valgeirsson
Svavar Alfreð Jónsson
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
Guðný Hallgrímsdóttir
Magnús Erlingsson
Elína Hrund Kristjánsdóttir
Ólöf Margrét Snorradóttir
Arnór Bjarki Blomsterberg
Sindri Geir Óskarsson
Sigríður Gunnarsdóttir
Sigrún Óskarsdóttir
Kristín Þórunn Tómasdóttir
Jóhanna Gísladóttir
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Sólveig Lára Guðmundsdóttir
Helga Soffía Konráðsdóttir
Bryndís Böðvarsdóttir
Helga Kolbeinsdóttir
Gunnar Einar Steingrímsson
Pétur Ragnhildarson
Ninna Sif Svavarsdóttir
Guðrún Karls Helgudóttir
Helga Bragadóttir
Sigurður Grétar Sigurðsson
Ingimar Helgason
Bryndís Valbjarnardóttir
Arna Grétarsdóttir
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
Magnús Magnússon
Fjölnir Ásbjörnsson
Stefanía Steinsdóttir
Sunna Dóra Möller
Sigurður Arnarson
Edda Hlíf Hlífardóttir
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Hans Guðberg Alfreðsson
Vigfús Bjarni Albertsson
Sigríður Munda Jónsdóttir
Arna Ýrr Sigurðardóttir
Sigurður Már Hannesson
Alfreð Örn Finnsson
Sighvatur Karlsson
Jóhanna Magnúsdóttir
Gylfi Jónsson
Arndís G. Bernharðsdóttir Linn
Jarþrúður Árnadóttir
Karen Lind Ólafsdóttir
Margrét Lilja Vilmundardóttir
Gunnar Jóhannesson
Axel Á. Njarðvík
Halla Rut Stefánsdóttir
Sigfús Kristjánsson
Dagur Fannar Magnússon
Jón Ragnarsson
Hildur Björk Hörpudóttir
Ægir Örn Sveinsson
Erla Guðmundsdóttir
Sigurður Kr. Sigurðsson
Sólveig Halla Kristjánsdóttir
Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
Sigurður Grétar Helgason
Matthildur Bjarnadóttir
Grétar Halldór Gunnarsson
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
Ása Laufey Sæmundardóttir
Ragnheiður Jónsdóttir
Snævar Jón Andrjesson
Magnús Gunnarsson
Ingólfur Hartvigsson
Bjarni Karlsson
Þóra Björg Sigurðardóttir
Hjalti Jón Sverrisson
Aldís Rut Gísladóttir
Guðmundur Örn Jónsson
Sigríður Kristín Helgadóttir
Bára Friðriksdóttir
Karen Hjartardóttir
Viðar Stefánsson
Halldóra J. Þorvarðardóttir
Ragnheiður Karítas Pétursdóttir
Þórey Guðmundsdóttir
Hafdís Davíðsdóttir
Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Óskar Hafsteinn Óskarsson
Guðbjörg Arnardóttir
Inga Harðardóttir
Ólafur Jóhann Borgþórsson
Jón Ármann Gíslason
Gísli Jónasson
Karl V. Matthíasson
Guðni Ólafsson
Þorvaldur Víðisson
Bragi J. Ingibergsson
Valdimar Hreiðarsson
Árni Þór Þórsson
Elínborg Gísladóttir
Eysteinn Orri Gunnarsson
Af þeim sem styðja biskup eru eftirfarandi 10 Kirkjuþingsfulltrúar af 12:
Arna Grétarsdóttir
Axel Árnason Njarðvík
Eva Björk Valdimarsdóttir
Guðni Már Harðarson
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Jóhanna Gísladóttir
Magnús Erlingsson
Sigurður Grétar Sigurðsson
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Tvö ný nöfn hafa bæst við stuðningsfólk Agnesar. Tveir prestar til viðbótar hafa lýst yfir stuðningi við ályktun stjórnar Prestafélags Íslands: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og Kjartan Jónson.
109. presturinn bættist við stuðningslista Agnesar upp úr hádegi í dag. Það er séra Bjarni Þór Bjarnason.