fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fréttir

Telur að valdaskipti verði í Rússlandi innan árs

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 13:00

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky News ræddi í gær við Christopher Steele sem er fyrrum starfsmaður bresku leyniþjónustunnar MI-6 en hann var m.a. yfirmaður Rússlandsdeildar stofnunarinnar frá 2006-2009.

Steele segir að Vesturlönd þurfi að vera undirbúin fyrir endalok nærri aldarfjórðungs langrar valdatíðar Vladimir Putin forseta Rússlands.

Veikleikar Putin voru afhjúpaðir í uppreisnartilraun Wagner málaliða hópsins og sögusagnir um alvarleg veikindi forsetans hafa verið ansi lífseigar.

Steele bendir á að ekki sé ljóst í hverju nákvæmlega veikindi forsetans felast en að samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum hafi Putin verið veikur í talsverðan tíma og það auki líkurnar á að hann geti dáið skyndilega.

Njósnarinn fyrrverandi segir einnig mögulegt að Putin geti verið ráðinn af dögum bæði af aðilum innan og utan Rússlands. Hann segir að slík þróun yrði mjög slæm fyrir Vesturlönd þar sem líklega yrðu blóðsúthellingar áður en eftirmaður Putin næði að tryggja völd sín í sessi. Hann segir líklegt að forstjóri leyniþjónustu Rússlands (FSB) Alexander Bortnikov verði framarlega í flokki mögulegra arftaka Putin við slíkar aðstæður.

Stríðsrekstur Rússa í Úkraínu hefur gengið illa. Steele segir að hægur framgangur yfirstandandi gagnsóknar Úkraínumanna gæti hafa gefið Putin nokkurt andrými en óánægja með erfiðleikana í stríðinu og harðnandi áhrif efnhagsþvinganna, sérstaklega á þau ríku og valdamiklu, geti haft úrslitaáhrif.

Steele segir líklegustu þróunina vera að reynt verði að steypa Putin af stóli og koma öðrum innanbúðarmanni í rússneska stjórnkerfinu í forsetastólinn, en það verði einstaklingur sem hafi fjarlægst stríðsreksturinn og muni leitast við að binda enda á hann með samningaviðræðum.

Hann segir að hin rísandi stjarna Aleksey Dyumin, héraðsstjóri í Tula héraði, vera meðal líklegustu arftaka Putin við slíkar aðstæður en nefnir einnig til sögunnar auðjöfurinn Igor Sechin og fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands Viktor Zubkov.

Steele segir að annar möguleiki sé sá að harðlínu þjóðernissinnar innan leyniþjónustunnar, sem hafi misst trúna á Putin, taki völdin en muni þá halda stríðinu í Úkraínu áfram.

Gæti farið frá völdum með friði

Hann telur einnig ekki óhugsandi að Putin láti af völdum friðsamlega og muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum sem að öllu óbreyttu eiga að fara fram í mars á næsta ári. Við slíkar aðstæður muni Putin lýsa yfir stuðningi við þann sem hann vilji helst sjá sem eftirmann sinn. Steele nefnir þar helst til sögunnar Dmitry Patrushev, landbúnaðarráðherra, sem er sonur Nikolai Patrushev, ritara öryggisráðs Rússlands.

Við slíkar aðstæður telur Steele líklegt að ekkert myndi breytast í stríðsrekstrinum og að Putin muni semja um friðhelgi fyrir sig og fjölskyldu sína frá hvers kyns saksókn.

Enn einn möguleikinn sé sá að háttsettir herforingjar muni koma af stað samsæri um að koma Putin frá völdum. Þar myndi óánægja með slæmt gengi í hernaðinum í Úkraínu hafa mikið að segja. Ef það gerist muni stríðið halda áfram. Hann telur þessa þróun ekki ómögulega en afar ólíklega. Ljóst sé þó að mikil óánægja sé með Putin innan hersins.

Annar ólíklegur möguleiki sé sá að rússneska þjóðin muni sameinast í uppreisn gegn forsetanum. Hún gæti orðið á forsendum þjóðernissinna, undir forystu manns eins og Yevgeny Prigozhin, leiðtoga Wagner hópsins en uppreisnin gæti orðið á lýðræðislegri nótum og þá yrði frekar horft til stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny.

Uppreisn yrði ófyrirsjáanleg og jafnvel blóðug en ef lýðræðissinnuð öfl myndu ná völdum muni það boða gott fyrir Úkraínu og Vesturlönd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Í gær

Ókunnugur maður kýldi Svandísi í andlitið – „Vaknaði þegar sjúkraflutningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur“

Ókunnugur maður kýldi Svandísi í andlitið – „Vaknaði þegar sjúkraflutningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur“
Fréttir
Í gær

Tónlistarsjóður veitir 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025

Tónlistarsjóður veitir 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglunni sigað á mótmæli Eflingar í Kringlunni

Lögreglunni sigað á mótmæli Eflingar í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur segist vera kominn á bannlista Easyjet – „Ég hef aldrei upplifað mig sem jafn einskisverða manneskju“

Íslendingur segist vera kominn á bannlista Easyjet – „Ég hef aldrei upplifað mig sem jafn einskisverða manneskju“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“