fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fjárhirðir líkir búfjárlausum landeigendum við nýlenduveldi

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 16:09

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hallgrímsson, fjárhirðir og ábúandi á bænum Vatnshömrum í Borgarfirði, ritaði grein sem birt var fyrr í dag á vef Bændablaðsins.

Umfjöllunarefni hans er lausaganga sauðfjár. Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt hefur verið hefð fyrir því, nánast frá landnámi, að sauðfé íslenskra bænda gangi að mestu leyti sjálfala í náttúrunni að sumri til. Sveinn telur að hefðin eigi að fá að halda sér. Hann gangnrýnir harðlega auknar kröfur landeigenda, sem halda ekki sauðfé, um að spornað verði í auknum mæli við lausagöngu sauðfjár. Sveinn líkir framgöngu þessa hóps við framferði evrópskra nýlenduvelda

Á síðari árum hafa deilur um þessa aldagömlu hefð farið vaxandi. Vísindamenn og umhverfisverndarsinnar hafa fært rök fyrir því að sauðféð éti of mikinn gróður sem vinni gegn markmiðum um landgræðslu.

Undanfarin misseri hefur einnig borið á því að landeigendur sem halda ekki sauðfé eða annað búfé kvarti yfir lausagöngu á landareignum sínum. Í umræðuhóp á Facebook um lausagöngu sauðfjár koma meðal annars fram kvartanir landeigenda um að tilkynningum þeirra og beiðnum til sveitarfélaga um að lausagöngufé sé smalað af landareignum þeirra sé illa eða jafnvel ekkert sinnt. Einnig eru þar gerðar athugasemdir við málflutning sauðfjárbænda sem vísa m.a. í hina aldagömlu hefð.

Bændur telja að sér sótt. Í umfjöllun Bændablaðsins kemur fram að vafi leiki á lögmæti lausagöngu sauðfjár eftir að Umboðsmaður Alþingis birti álit um þetta viðfangsefni í október á síðasta ári. Bændasamtökin telja að lög heimili lausagöngu en búfjárlausir landeigendur telja lausagöngu brot á eignaréttinum sem sé varinn í stjórnarskrá Íslands. Það er ekki loku fyrir það skotið að lögmæti lausagöngu sauðfjár muni koma til kasta dómstóla.

Segir framferði landeigenda minna á hegðun hvítra manna gangvart frumbyggjum Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu

Í grein sinni mælir Sveinn fyrir lausagöngunni.

Sveinn segir að alltaf hafi verið gert ráð fyrir að sauðfé geti gengið laust á landareignum sem eru ekki í eigu þess bónda sem á viðkomandi fé:

„Reglur um smalanir heimalanda, þar sem gert er ráð fyrir að allir fjáreigendur í sömu ,,sveit“, sama svæði, smali samtímis, sýna að gert var ráð fyrir að fé nágranna gæti gengið á þínu landi, eins og þitt fé gæti verið í högum nágrannans. Enda sé fjárfjöldi í samræmi við burðargetu landsins. Í kerfinu er gert ráð fyrir að fjárfjöldi hvers og eins miðaðist við beitarþol jarðarinnar.“

Sveinn vitnar í ritið Lýsing Íslands eftir Þorvald Thoroddsen, frá síðari hluta 19. aldar. Í ritinu vitnar Þorvaldur m.a. í ákvæði Jónsbókar um lausagöngu sauðfjár. Sveinn segir rit Þorvaldar sýna að áður fyrr hafi bændur orðið að girða land sitt af ef þeir vildu vera lausir við sauðfé annarra annars hefðu þeir verið rétt lausir.

Hann vill meina að það sama eigi í raun við um landeigendur nútímans sem kalli eftir því að lausagöngufé sé smalað af landareignum þeirra:

„Nýbúar í sveitum landsins eru velkomnir. En það gerist æ algengara að jarðir séu setnar án búfjárhalds, sauðfjár. Þessir jarðeigendur líta sumir svo á að búfénaður nágrannanna megi ekki ganga til beitar á þeirra heimalöndum. Þeir vitna gjarnan til 33. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil og fl. nr.6/1986.“

Sveinn gerir grein fyrir þessum lagaákvæðum og lögum um friðun lands og vill meina að þau banni ekki lausagöngu sauðfjár ef ekki er um það að ræða að viðkomandi fé sé beinlínis smalað á annarra manna landareignir eða að þær séu girtar af:

„Hvar á fénaður í heimahögum að vera? Hann má vera í heimahögum eiganda síns, en hann má líka vera í landi nágrannans sé ekki um friðað land að ræða, samanber ákvæði laga, ef um er að ræða einstaka kindur! Það er ekki skilgreint nokkurs staðar að fénaður megi ekki fara yfir lækinn, ef ekki er fénaður þar fyrir, sem heldur aftur af fé nágrannans! Má hann fara inn á tún nágrannans? Eiginlega ekki, en ef ekki er girt með fjárheldri girðingu um túnið eða akurinn, eins og eigandi þarf að gera, ef hann vill verja sín tún, er það eiganda að verja túnið!“

Undir lok greinar sinnar gerist Sveinn nokkuð harðorður og það verður ekki betur séð en að honum sé niðri fyrir og sé talsvert ósáttur við auknar kröfur búfjárlausra landeigenda um að frekari hömlur verði settar á lausagöngu sauðfjár:

„Þegar ,,hvíti“ maðurinn, Evrópubúar, hófu landnám í Ameríku hröktu þeir frumbyggja af löndum sínum og afnámu réttindi þeirra til að lifa af landinu eftir sínum siðum og reglum. Það sama gerðu nýlenduveldin í Afríku, Asíu og Eyjaálfu.

Ég verð að játa að mér finnst ,,nýbúar“ í sveitum landsins vilja hafa sama háttinn á og nýlenduveldin. Breyta þeim siðum, venjum og reglum, sem gilt hafa um aldir um réttindi og skyldur íbúa sveitanna. Bændur hafa alltaf þurft að verja sinn töðuvöll og garða sjálfir. Samkvæmt nýlegum úrskurði dómsmálaráðuneytisins (-ráðherra?) er þessi regla numin úr gildi með einu pennastriki! Púnktum! Sveitarstjórn og lögreglu sigað á fjárbændur.

Í minni sveit er ástandið þannig að fjáreigendur þora ekki að sleppa fé í úthaga; Parraka fénaðinn á túnum þar til reka má á afrétt! Þetta gengur ekki, nema tilgangurinn sé að ganga endanlega að íslenskri sauðfjárrækt dauðri?“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli