fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Þorvaldur segir raunhæfar líkur á nýju gosi á milli Keilis og Trölladyngju – „Gjörbreytt sviðsmynd“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 09:00

Eldgosið við Litla-Hrút. Mynd: Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í bergfræði og eldfjallafræði við HÍ, segir að grannt sé fylgst með svæðinu á milli Keilis og Trölladyngju. Þar hafi orðið vart við skjálftavirkni og aðra jarðvirkni og raunhæfar líkur séu á gosi þar.

Ef gýs við Trölladyngju eða norður af henni værum við með gjörbreytta sviðsmynd,“ hefur Morgunblaðið eftir honum í umfjöllun um málið í dag. Sagði hann að vart hafi orðið við skjálftavirkni og  aðra jarðvirkni á svæðinu síðan yfirstandandi gos við Litla-Hrút hófst.

„Þar hafa menn séð svokallaða skjálftaskugga sem láta menn velta fyrir sér hvort kvika gæti hugsanlega verið að safnast fyrir þar undir á grunnu dýpi. Eins hafa sérfræðingar tekið eftir aukinni hveravirkni á svæðinu. Jarðhitagufur með útfellingum og öðru virðast vera að koma upp á þessu svæði í gegnum sprungur. Ég tel þetta tvennt benda til þess að þarna gæti kvika verið að safnast undir á tiltölulega grunnu dýpi. Þessi þróun hefur átt sér stað frá því að gosið hófst. Þetta virðist allt saman vera tiltölulega nýtt og ef rétt reynist er raunhæfur möguleiki á því að hraun komi upp um gíga á svæðinu á milli Keilis og Trölladyngju,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að nýtt gos gæti alveg eins komið úr nýju kvikuinnskoti sem myndi þá þýða að um nýtt gos væri að ræða.

Hann benti á að ef það gýs við Trölladyngju eða norður af henni, sé sviðsmyndin gjörbreytt. Ef hraun renni þaðan í norður verði Reykjanesbrautin mjög berskjölduð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti