„Ef gýs við Trölladyngju eða norður af henni værum við með gjörbreytta sviðsmynd,“ hefur Morgunblaðið eftir honum í umfjöllun um málið í dag. Sagði hann að vart hafi orðið við skjálftavirkni og aðra jarðvirkni á svæðinu síðan yfirstandandi gos við Litla-Hrút hófst.
„Þar hafa menn séð svokallaða skjálftaskugga sem láta menn velta fyrir sér hvort kvika gæti hugsanlega verið að safnast fyrir þar undir á grunnu dýpi. Eins hafa sérfræðingar tekið eftir aukinni hveravirkni á svæðinu. Jarðhitagufur með útfellingum og öðru virðast vera að koma upp á þessu svæði í gegnum sprungur. Ég tel þetta tvennt benda til þess að þarna gæti kvika verið að safnast undir á tiltölulega grunnu dýpi. Þessi þróun hefur átt sér stað frá því að gosið hófst. Þetta virðist allt saman vera tiltölulega nýtt og ef rétt reynist er raunhæfur möguleiki á því að hraun komi upp um gíga á svæðinu á milli Keilis og Trölladyngju,“ er haft eftir honum.
Hann sagði að nýtt gos gæti alveg eins komið úr nýju kvikuinnskoti sem myndi þá þýða að um nýtt gos væri að ræða.
Hann benti á að ef það gýs við Trölladyngju eða norður af henni, sé sviðsmyndin gjörbreytt. Ef hraun renni þaðan í norður verði Reykjanesbrautin mjög berskjölduð.