fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Þorvaldur segir raunhæfar líkur á nýju gosi á milli Keilis og Trölladyngju – „Gjörbreytt sviðsmynd“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 09:00

Eldgosið við Litla-Hrút. Mynd: Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í bergfræði og eldfjallafræði við HÍ, segir að grannt sé fylgst með svæðinu á milli Keilis og Trölladyngju. Þar hafi orðið vart við skjálftavirkni og aðra jarðvirkni og raunhæfar líkur séu á gosi þar.

Ef gýs við Trölladyngju eða norður af henni værum við með gjörbreytta sviðsmynd,“ hefur Morgunblaðið eftir honum í umfjöllun um málið í dag. Sagði hann að vart hafi orðið við skjálftavirkni og  aðra jarðvirkni á svæðinu síðan yfirstandandi gos við Litla-Hrút hófst.

„Þar hafa menn séð svokallaða skjálftaskugga sem láta menn velta fyrir sér hvort kvika gæti hugsanlega verið að safnast fyrir þar undir á grunnu dýpi. Eins hafa sérfræðingar tekið eftir aukinni hveravirkni á svæðinu. Jarðhitagufur með útfellingum og öðru virðast vera að koma upp á þessu svæði í gegnum sprungur. Ég tel þetta tvennt benda til þess að þarna gæti kvika verið að safnast undir á tiltölulega grunnu dýpi. Þessi þróun hefur átt sér stað frá því að gosið hófst. Þetta virðist allt saman vera tiltölulega nýtt og ef rétt reynist er raunhæfur möguleiki á því að hraun komi upp um gíga á svæðinu á milli Keilis og Trölladyngju,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að nýtt gos gæti alveg eins komið úr nýju kvikuinnskoti sem myndi þá þýða að um nýtt gos væri að ræða.

Hann benti á að ef það gýs við Trölladyngju eða norður af henni, sé sviðsmyndin gjörbreytt. Ef hraun renni þaðan í norður verði Reykjanesbrautin mjög berskjölduð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur lagði fram kæru á Sólon þremur dögum eftir andlát hans

Vilhjálmur lagði fram kæru á Sólon þremur dögum eftir andlát hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Játar þátttöku í stórfelldu kókaínsmygli með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Játar þátttöku í stórfelldu kókaínsmygli með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Ferðamenn leggja í íbúagötum eftir að byrjað var að rukka við Hallgrímskirkju – Sofa í bílum og gera þarfir sínar utandyra

Ferðamenn leggja í íbúagötum eftir að byrjað var að rukka við Hallgrímskirkju – Sofa í bílum og gera þarfir sínar utandyra
Fréttir
Í gær

Lést í alvarlegu umferðarslysi við Fossá

Lést í alvarlegu umferðarslysi við Fossá
Fréttir
Í gær

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn sár og reiður út í RÚV vegna fréttar um andlát Benedikts

Björn sár og reiður út í RÚV vegna fréttar um andlát Benedikts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjórn Árborgar hækkar skatta á íbúa vegna fjárhagsvanda – Þetta eru hækkanirnar

Bæjarstjórn Árborgar hækkar skatta á íbúa vegna fjárhagsvanda – Þetta eru hækkanirnar